Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Page 25

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Page 25
Löggjöf og landsstjórn. 27 Jóni Steingrímssyni, kand. theok, Gaulverjabær 4. nóv. Ólafi Magnússyni, kand. theol., Eyvindarhólar 17. okt. Stefáni Jónssyni, fyrrum aðstoðarpresti í Stafholti, Hítarnes- ping 5. nóv. (af pví að Staðarhraunsprestur vildi eigi sætta sig við breytingu prestakallalaganna). Sveini Eiríkssyni, presti að Sandfelli, Kálfafellsstaður 24. nóv. J»órði Ólafssyni, kand. theol., Dýrafjarðarping 25. okt. Lðglegar prestkosningar fóru aðeins fram í Reynistaðar-, |>ing- eyra-, Mælifells- og Gaulverjabæjar-prestaköllum, enda sótti fleiri enn einn um pau, enn eigi önnur; kapp átti sér aðeins stað við eina kosningu (í Reynistað); annars alt farið vel og lögunum vel heitt af veitingarvaldinu. Dráttur veitinganna, sem orsakaðist af lögunum, pótti einkum meinlegur kandídötum. Onnur embœtti veitt: Jóhannesi Ólafssyni var veitt Skagafjarðarsýsla aftur 15. apríl; hafði hann afsaiað sér Mýra- og Borgarfjarðarsýslu eftir beiðni Skagfirðinga, enn sú sýsla var pví s. d. veitt Sigurði |>órðarsyni (Guðmundsen), settum sýslumanni par. Páll Briem, sýslumaður í Dalasýslu, afsalaði sér henni, og var 25. maí skipaður málflutningsmaður við yfirdóminn frá 1. júlí. Sigurður Sverrisen, sýslumaður í Strandasýslu, settur 30. júní til að gegrn Dalasýslu jafnframt, enda farið fram á pað á pingi að sameina pær sýslur, með góðum undirtektum landshöfðingja. Asgeiri Blöndal, lækni í Vesturskaftafellssýslu (17. læknishéraði), veitt P>ingeyjarsýsluhérað (12.) 28. júlí, enn pað hérað aftur veitt 10. nóv. Bjarna Jenssyni, aukalækni á Seyðisfirði, enn í pað hafði ver- ið settur frá 1. sept. Stefán Gíslason, kand. med. & chir., er 9. maí hafði fengið aukalæknastyrkinn (1000 kr.) til að vera aukalæknir í Dyrhóla- og Eyjafjallahreppum. — |>ingið bætti við einu aukalæknishéraðinu enn (5.) á fjárlögunum: í Dýrafirði á- samt önundarfirði, Súgandafirði og Arnarfirði. |>ar á móti féll frumv. um að breyta skipun læknahéraðanna og fjölga peim jafnframt.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.