Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Síða 37
Bjargræðisvegir.
39
illa eins og árið áður, þó að nú flyttist næstum heimingi
minna út af honum og var hann pó alt af að lækka í verði,
enda opnaðist honum enginn nýr markaður. Saltkjöt steig
í verði, er svo lítið fluttist út af pví sökum fjárflutningsins til
Englands, og komst jafnvel upp í 50 kr. tn. hæst úr 33 kr.
minst. TJll seldist fremur vel líkt og árið áður.
Hér á landi gáfu kaupmenn, t. a m. í Reykjavík, líkt
fyrir íslensku vörurnar og árið áður, lítið betur fyrir pær, er
betur seldust erlendis, svo sem saltfisk (34 kr. skippd. af nr.
1) og hvítri ull (60 au. pd.). enn talsvert minna fyrir pær, er
ver seldust, svo sem harðfisk (50—60 kr. skpd.) og lýsi (hrátt
22 kr., soðið 15 kr. tn.) og æðardún 15 kr. pd. Mikið orð
komst á blautfiskverslunina, einkum á ísafirði, í Reykjavík og
Gullbringusýslu, um haustið ; komu skuldir manna við kaup-
menn jafnframt eyðslusemi henni af stað, enda sagt, að kaup-
menn væru nú sem oftar tregir til að láta salt af hendi, nema
móti skuldbindingum um fisk og jafnvel sumstaðar nú alls ekki
viljað láta salt úti; hvað um gilti: blautfiskssala komst á, og
putu enda margir upp aðrir enn reglulegir kaupmenn til að kaupa
blautan fisk; varíbúðum í Rvík gefið fyrir lýsipundið af flött-
um porski blautum almennast 50 au. og fyrir smáfisk 40 au.,
enn talið, að um 50 lýsipd. færi af flöttum porski blautum í
1 skippd. af purkuðum saltfiski. pótti pessi sala mjög skað-
söm, enda freista par að auki til óforsjálni, leti og drykkju-
skapar; pó kvað mikið að henni, jafnvel póað margir kaupmenn
ekki vildu gefa sig við henni.
Útlendar vörur vóru seldar í Reykjavík með sama verði
og árið áður, nema kaffi, er par komst í 95 au., enn sum-
staðar annarstaðar jafnvel í 1 kr. 10 au. pd., enda varð pað
loks til að kenna mönnum að fara sparlegar með kaffi enn
áður, auk pess, sem raddir fóru að heyrast á móti pví; kaffi-
brúkun, eins til sveita, hefir verið talin svo mikil, að kaffi-
drykkjan kostaði landsmenn árlega 1 miljón króna. |>að var
líka sem komið væri við hjartað í mörgum, er kaffitolls-frumv.
heyrðist getið á pingi nú, líkt og verið hafði 1885, enn pá
fóru að koma pakkarávörp í blöðunum til peirra pingmanna,
er mótfallnir höfðu verið kaffitolli.