Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Blaðsíða 41
43
Skaðar og slysfarir.
Reykjavík. í júní eða júlí fórst kátur á Yopnafirði og drukkn-
uðu 3 menn, einn kvæntur. 15. júlí fór bóndi einn úr Holt-
um í Rangárvallasýslu í sjóinn bjá Eyrarbakka. 1 ágúst (5.)
drukknaði Björn Benediktsson Blöndal, bóndi frá Breiðabóls-
stöðum í Vatnsdal, undir Jjyrilsklifi í Hvalfirði á heimleið úr
Reykjavík; í sama mánuði fór útbyrðis af póstskipinu Romny
á leið til Khafnar milli Yestmannaeyja og Færeyja stud. mag.
Sigurður Jónasson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal og drukknaði.
í sept. (3.) skar maður sig til ólífis í Flóa austur. 20. fórust 4 menn
af báti af Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, 2 kvæntir, annar þeirra
formaðurinn Jakob bóndi Bjarnason á Illugastöðum, sýslu-
nefndarmaður. I sama mánuði drukknaði maður í Hjaltadalsá,
Björn, faðir Jósefs yfirkennara á Hólum. í oA:t.-byrjun týndist
maður í Karlsá í Skagafirði. 31. okt. drekti sér unglingsmaður
í Reykjavíkur-gróf, úr Kjós. I nóv. (16.) drukknuðu 5 menn
í fiskiróðri í Olafsvík, í lendingu; 17. drukknuðu 6 menn í fiski-
róðri frá Húsavík, og sama dag drukknuðu 2 menn af báti í
fiskiróðri frá Krossavík í Jústilfirði. í desbr. (13.) drekti
maður sér í Reykjavíkurgróf, austan úr Arnessýslu; í
sama mán. drukknaði og maður í Héraðsvötnum í Skagafirði,
Aron að nafni, og 31. desbr. drukknuðu 11 menn úr Keflavík
af 2 skipum, allir einhleypir. |>annig klykti árið út með
manndrukknanir af róðrarskipum hér syðra; varð mikið tilrætt
um pær að vonum og ýmsum útbúnaði sérstaklega um kent,
svo sem báta- og segla-lagi, seglfestugrjóti o. s. frv., enn næsta
árs Fr. verður að geyma að skýra frá tilraunum þeim, er f'arið
var að gera um áramótin til að firrast slíkt tjón. Enn þá er
þó ótalið, að um sumarið fórust í ís 3 hákarlaskútur af
vesturlandi, hver með 9 til 10 menn. Smalamaður og stúlka
(á grasafjalli) eystra viltust um sumarið í þoku þeirri, er af
hafísnuin stóð, og týndu lííi. Um hálft annað hundrað
manna hefir þannig farið í sjóinn þetta ár eftir þeim skýrsl-
um, sem enn hafa sést.
VII. Heilsufar og lát heldri manna.
Heilsufar manna var talið í lakara lagi, þar sem þó engar
stórsóttir gengu; lungnabólga gerði töluvert vart við sig, einkum