Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Qupperneq 49

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Qupperneq 49
Menlnti og menning. 51 arar tillögu, er eigi sé minni enn helmingur móts við styrkinn úr landssjóði«. Enn svo bætti pingið við 1500 kr. »til sveita- kennara, alt að 50 kr. til hvers á ári, er veitt skyldi eftir til- lögum sýslunefnda«. Af stefnu fyrri þinga í þessu máli hafði það leitt, að menn keptust við að koma upp barnaskólahúsum til að geta komið upp skólum og náð í styrk, er eigi fékst ella, og liafa því fastir barnaskólar risið upp til sveita (t. a. m. að Leirá, á Reynivöllum, á þingvelli og á Kröggólfsstöðum í ölfusi), þótt erfitt hafi gengið. Og með því að það þótti reynast sumstaðar, að almenningi yrðu lítil not að slíkum skól- um og þeim enda eigi mögulegt að koma við víða hvar, þá tók þingið nú þessa stefnu, jafnvel þótt liinir föstu sveitaskólar þættu nú verða of mjög útundan. Búnaðarskólamálum og búnaðarskólunum miðaði lítið á- fram þetta ár; nú jók þó þingið fjárframiögur iandssjóðs til hvers skóla (Hóla 3500 kr., Ólafsdais 2500 kr. og til Eiðaskóla og búnaðarfélaga til samans 6000 kr., er útbýtt skyldi af landshöfðingja eftir tiliögum sýslunefnda og amtsráða); aftur á móti feldi þingið frumvarp (frá Ben. Sveinssyni) um að leggja 20,000 kr. úr landssjóði til handa búnaðarkenslustofnunum til skiftingar milli sýslufélaga. — Allar sýslunefndir vesturumdæm- isins höfðu »ráðið frá því að svo stöddu að stofna bún- aðarskóla á Hvanneyri sameiginlegan fyrir suður- og vestur- umdæmið«, og Borgfirðingum var neitað um (2000 kr.) lán til að »styrkja Svein búfræðing Sveinsson til að reisa bú á Hvann- eyri næsta vor«, enda höfðu þeir eigi greitt alla veksti af lán- um sínuin (9000+1200-f3000 kr.) til Hvanneyrarkaupanna. Sömuleiðis neitaði sýslunefnd Eyfirðinga (21. febr.) »að ganga í félag við vestursýslurnar (Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur) um búnaðarskólann á Hólum«; enn fremur féllu búnaðarskóla- mál fingeyjarsýslnanna niður. Til sjómannakenslu veitti þingið nú 800 kr. á ári til kennara og húsnæðis í Reykjavík og 1000 kr. til kenslu »ann- arstaðar«, enda var eitthvað stofnað til kenslu á Isafirði um haustið, enn í Hafnarfirði varð eigi af því fyrir árslok. I Reykjavík nutu þar á móti 9 piltar kenslu í sjómannafræði hjá Markúsi skipstjóra Bjarnasyni, og hann sá um ísl. þýð- 4*

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.