Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 6
8 þessi grein. Félagið hefir góðfúslega leyft oss að nota myndirnar, sem henni fylgja, ókeypis. Það sem er á þeim á dönsku var ekki hægt að taka hurt og setja íslenzku í staðinn, því að það er ekki laust prent. Skýring myndablaðanna: I er allur verzlunarstaðurinn og landið umhverfis. a eru lijallar eða fiskikofar frá vorum tímum. — b bátkofi (naust) sömuleiðis — c oddi með mjög ógreinilegum tóttum. — d—d búðatóttirnar. — e kirkjan. — fff einstakar smátóttir. II er sjálfar búðatóttirnar. a er nýlegur stekkur. — b líka. — c—c búðin (herbergin), sem grafin var. — d—d bakkinn við fjöruna, sem sjórinn smájetur af. — e kirkjan. — 1—16 stungur niður í búðatóttirnar. III Gáseyri — og horft mót norðri. IV Sama — og horft mót suðri. V Grafna búðin (herbergi). VI Gröfnu herbergin að ofan — kirkjutóttin að neðan (a hellan við þröskuldinn). VII er teikning af gröfnu búðinni með herbergjunum A, B, C, D, E. Það sem táknað er með stöfunum a, d, e, f, g, h, i, lc, l liggur alt hér um bil jafn hátt, b er hærra og c lægra (sbr. VIII); a, b, g, i og Jc eru holur með ösku og kolum (eldstæði), 4—4l/a fet að þvermáli og alt að því fets djúpar; c og e eru steingólf (eða steinalög á gólfparti); h er steinhrúga lítil, sem óvíst er hvað verið hafi. VIII er veggur (eystri) og gólf í B-herberginu. a og b eru eldstæðisholur, c steingólf; 1—4 sýnir herbergis- stærðina á mismunandi tímum, eftir því sem frekast var hægt að sjá af greftinum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.