Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 17
19 hringurinn þýfður að innan, og eru margar þúfurnar líkar leiðum, en snúa þó ýmislega. Leiði Heggs er sýnt, og er það miklu nýleg- ast að sjá. En sú er orsök til þess, að því fylgja, að sögn, þau um- mæli, að hver ábúandi á Heggsstöðum skuli endurbæta leiðið, svo honum búnist þar vel, og kvað því hafa verið hlýtt til þessa. Aðrar fornleifar eru þar ekki að sjá. Þykir mér liklegt, að hring- urinn hafi verið til þess gjörður, að vera grafreitur, en verið síðar haldinn að hafa verið dómhringur vegna líkingar. 9. Ný tilgdta urn Hranastaði. í Árbók fornl.fél. 1900, bls. 27 hefi eg sett fram þá tilgátu, að rústin, sem Árni Þorsteinsson sýndi mér á hálsinum rnilli Augastaða og Sigmundarstaða, kynni að vera rúst Hranastaða, sem Landnáma nefnir (I. 21.). En í sumar var mér bent á annað fornbýli, sem ef til vill er enn líklegra til þess. Þar heitir nú Ássel, því þar var á sínum tima selför frá Stóra-Ási. Er þar seltóft eigi fornleg. En sé vel að gætt, má sjá merki til fornrar rústar út undan endurn hennar. Þessi staður er í beinni línu milli Augastaða og rústarinnar við Grímsgil (nú Hringsgil) og hefir því verið í landnámi Gríms föður Hrana og Þorgils’s auga. Er óneitanlega líklegast, að þeir bræður hafi báðir búið i landnámi föður síns. Og sé Ássel raunar Hranastaðir, þá hefir eigi verið langt milli þeirra og Augastaða. En hvaða bær hefir þá verið á hálsinum milli Augastaða og Sigmundarstaða? Mundi hann ekki hafa heitið á Hálsum ? Eins og kunnugt er heitir sveitin Hdlsasve.it. Það mun vera álitið, að liún hafl nafn af landslagi og væri það að vísu ekki fjarstæða, en þó verður því varla haldið fram, að þar sé sérstakt tilefni til þess, fremur en í nágrannasveitunum. Engu ólíklegra að minsta kosti væri það, að sú sveit, eins og margar aðrar víðsvegar um land, hafi verið kend við einstakan innansveitar bæ. Nú er að vísu eng- inn bygður bær í Hálsasveit, sem heitir á Hálsum. En það nafn ætti beinlínis við þenna eyðibæ, sem um er að ræða. Og það var líka sérstaklega eðlilegt að hann týndi nafni sínu, er hann var kom- inn í eyði, ef hann átti samnefnt við svæðið, sem hann stóð á og kallað er á Hálsunum. Er líklegt, að Hálsaland, sem Torfi Val- brandsson fekk með konu sinni, hafx tekið yfir þetta land, ásamt Signýjarstaða- og Uppsalalöndum, er sagan sýnir að hann átti. En landið, sem Reykholt á norður við Hvítá og nú er kallað Norður- landið, á víst ekkert skylt við Hálsaland; það hét fyrrum Háfsland,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.