Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 19
21 þó honum hafi ekki verið sagt nafnið. Þá hefir þar verið mikið af sindri, sem nú er í burtu. Það er mjög óvist, að Skallagrímur hafi bygt smiðju nokkur- staðar á nesinu. Það, að sindur hafa fundist þar víða, bendir fremur í gagnstæða átt. Eg hefi séð á fleirum en einum stað leifar af rauðablástri þar, sem ekkert hús hafði verið, en að eins afl undir berum himni, gjörður úr fáeinum steinum. Og þannig mun Skalla- grímur hafa gert sumstaðar að minsta kosti. Hafi hann þó reist smiðju á einhverjum stað, mundi eg geta til, að hún hafi staðið þar, sem nú er bærinn Rauðanes. Því auðvitað er hann yngri og gæti verið bygður upp úr smiðjutóftinni. Bærinn stendur á bergbrún við sjóinn. En í fjörunni þar neðan undir liggur steinn, er mér virtist hafa bæði stærð og önnur einkenni á borð við það, sem Skalla- grímssteinninn mundi hafa, samkvæmt sögunni: svo sem 4ra manna meðfæri, harður og sléttur vel. Hefði steinninn legið hjá bænum, er vel hugsanlegt, að unglingar hefði velt honum ofan fyrir í gamni. Annar steinn liggur þar skamt frá í fjörunui. Hann er miklu stærri, og eigi jafnharður. Líkist hann að efni berginu fyrir ofan, og mun hann hafa fallið úr því fyrir löngu og brimið svo sorfið hann þar. Nafn nessins og bæjarins hafa sumir haft: Raufarnes. En Rauðanes er vissulega hið rétta. í sjávarhömrum blasir þar hver- vetna við lag af rauðleitri bergtegund undir blágrýtislagi, sem viða hefir líka rauðleitan blæ. Sumstrðar vella »járniáarvatns«-upp- sprettur út úr berginu. En mest ber á því í bergsbrúninni, sem bærinn stendur á. Við þenna rauða lit er nesið án efa kent. Að vísu er sams konar rautt berglag undir blágrýtinu í Digranesi (nú Borgarnesi) og víðar á Mýrunum. En í Rauðanesi biasir það hvað bezt við augum. 3. Ferð Egils á Alftanes. Egla getur þess (kap. 31), að þá er Egill var »þrévetr« fóru foreldrar hans og Þórólfr bróðir hans í heimboð á Alptanes, en Egill fekk ekki að fara. Hann »undi illa við sinn hlut. Hann gekk or garði ok hitti eykhest einn, er Skallagrímr átti, fór á bak ok reið eftir þeim Skallagrími. Honum varð ógreiðfært um mýrarnar, því hann kunni enga leið; en hann sá þó mjök oft reið þeira Skalla- gríms, þá er eigi bar fyrir holt eða skóga . . . . síð um kveldit kom hann á Álptanes«. Þessi frásögn þykir mörgum ótrúleg, bœði um um aldur Egils og lika um ferð hans: að hann alls ókunnugur gat farið svo langa, vandíarna og torfæra leið og komist þangað, sem

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.