Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 31
33 veggir og örmjótt sund á milli. Á að gizka hefir það verið einn veggur með gangi í gegnum. Um 15 faðm. austur frá þessari rúst liggur önnur í beinni stefnu af henni að kalla má. Hún er óglöggv- ari, en sést þó nokkurn veginn. Hún er skift í tvær tóftir, mjög jafnar að stærð, og eru dyr á milliveggnum milli þeirra. Útidyr eru aðeins á eystri tóftinni og eru þær á suðurveggnum við austurgafiinn. Báðar til samans eru þessar tóftir tæpar 20 álnir að lengd, en fullar 12 áln. á breidd. Eigi sér grænan lit á rústum þessum og alt bendir til þess, að ærið langt muni síðan bærinn lagðist í eyði. Engin sögn er heldur um bann. Rústirnar einar minna á hann. Vestur á móanum, spölkorn frá rústunum, eru tvær smátóftir, sín á hvorum stað. Hin syðri er í norðurhalt vestur frá bæjarrúst- inni og eigi langt frá læknum. Þær eru allnýlegar, eigi eldri en frá 18. öld í mesta lagi. Verið getur raunar, að þær séu bygðar ofan á eldri tóftir og víst er um það, að undir binni nyrðri er lítið eitt hærra en í kringum hana er. Um það verður ekkert full- yrt, enda gerir það ekkert til. Því auðséð er, að kofar þessir hafa verið notaðir mjög löngu seinna en bærinn lagðist í eyði, og þá án efa frá Laxfossi. Og ólíklegt er, að svo litlir kofar hafi verið beitarhús fyrir sauðkindur, svo langt frá bænum, því ekki hafa þeir rúmað meira en 10—12 kindur hvor. Þykir mér þvi líklegra, að þetta. hafi einmitt verið kiðahúsin, sem móarnir hafa verið kendir við vegna notkunarinnar. Kiðhúsin voru notuð heiman að, þau því helzt nefnd í daglegu tali og staðurinn settur í samband við þau. Fekk hann því ósjálfrátt nafn af þeim. En við það gleymdist hið upprunalega nafn bæjarins. Á þenna hátt er eðlilegt að hugsa sér þetta. Því óefað hefir bærinn átt annað nafn í fyrstu. Og það hefir vakað fyrir þeim, sem komið hafa fram með þá tilgátu, að bærinn kynni að hafa heitið »Kiðastaðir«, — því það er auðsæ tilgáta. En hér er ekki hægt að geta neins til. Og mér er heldur ekki hægt að gefa neinar frekari upplýsingar um þetta fornbýli. Uppdrátt læt eg íylgja, og er hann ætlaður til að gefa ljósari hugmynd um þenna stað. En eigi má ætlast til, að hann sýni stærða- og fjarlægðahlutföll nákvæmlega. Til þess skortir mig bæði kunnáttu og hentugleika. Það skal taka fram, að hann nær ekki yfir ásinn nema suðvestantil og ekki yfir mýrarblettinn nema sunnan- til, og móarnir ná dálítið lengra austur heldur en hann nær. 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.