Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 35
37
Syðsta byggingin, »hofið«, gat ekki orðið rannsökuð i þetta sinn,
enda bar ekki brýna nauðsyn til þess að svo stöddu. Breiddin virð-
ist vera um 6 m. og lengdin kringum 27 m., en austurendinn alls-
endis óskýr; getur verið að hann hafi verið í lögun sem hálfhring-
ur, svo sem oft er á hoftóftum. Vesturendinn allur gleggri og greini-
leg bæði hornin. Um 18 m. frá vesturenda virðist óljós vottur um
þverbálk. »Hofið« er um 34 m. fyrir sunnan bæjartóftina og hefir
verið allbreitt bil milli þess og miðbyggingarinnar. Það hefir náð
lengra vestur en bæjartóftin; þverbálkurinn í því hér um bil í sömu
línu og vesturgaflhlað hennar.
Hvernig stendur nú á því að svo fornar tóftir hafa haldist hér
óbreyttar, úr því að bygð hélst þó við í Helludal? Ástæðan er sú,
að bærinn hefir verið fluttur ofar á túnið, og það eflaust þegar er
hinar upprunalegu byggingar voru orðnar fúnar og óhæfar. Tóftir
hinna upprunalegu bygginga hafa fengið að standa, ef til vill
óhaggaðar að mestu.
En hvað olli fiutningi bæjarins? Landnámsmaður sá, er hér
bygði fyrstur, hefir án efa bygt bæ sinn um sumar eða milli vetra
og hefir honum verið þá ókunnugt um hversu fannir legðust á túnið
á vetrum, en fellin fyrir ofan valda strengjum og sköflum á túninu.
Nú hefir einmitt hittst svo á, að hann bygði þar á túninu, er skafiar
urðu og aðfenni mikið að húsum; en litlu ofar á túninu blés ætíð
snjó af og því hefir bærinn verið þangað fiuttur er hann var bygður
upp í næsta skifti. Á því fræddu mig þeir Helludalsbændur hversu
hér er háttað fannalögum, og kann eg þeim beztu þakkir fyrir það
svo sem og aðra aðstoð þeirra við rannsóknina.
Matthías Þórðarson.