Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 41
Gamlir legsteinar í Reykjavíkur-kirkjugarði hinum eldra, nú á Forngripasafninu. í gamla kirkjugarðinum hér í Reykjavík, sem hefir verið breytt í blómgarð, sést nú að eins 1 minnismerki; það er yfir frú Hedevig Lov. Aug. Ulstrup (f. Lerche), konu R. Chr. Ulstrups landfógeta og bæjarfógeta í Reykjavík; hún dó 13. marz 1830. Sannorðir menn hafa sagt mér, að ekki sé mjög langt um liðið síðan þar sást leg- steinn Geirs biskups Vidalins (f 20. september 1823)1). Aftan á dálítið handrit um legsteina o. fl., skrifað um 1865—66 af Sigurði Guðmundssyni málara og nú geymt meðal ýmsra skrifa eftir hann á Forngripasafninu, er skrifuð svo hljóðandi klausa2): »í stéttinni nálægt Reykjavíkurkirkju voru 1858 3 legsteinar, 2 heilir, en 1 brotinn. Sá fjórði hafði verið settur ofan á hornstöpla kirkjunnar þá er hún var bygð3) og var höggvið utan af honum; hann er nú tekinn ofan og settur á þjóðsafnið. Þar var 5. steinn- inn, hann tóku Frakkar, eg held án þess að spyrja um það. Einn af þeim þremur, er eg gat fyrst um, er nú horfinn og hefir eflaust farið sömu leiðina; á hann var höggvið: hjer, hvíler, under, Þor- leifur, Hallvard, son, í, guðe, sofnaður, 1648. Sá steinn, sem Frakkar tóku áður, var yfir einn mann, sem var bóndi í Reykjavík nálægt miðri 17. öld og var hann þvi heldur merkur«. Sá steinn, sem S. G. segir hér að settur hafi verið á þjóðsafnið (þ. e. Forngripasafnið), er vafalaust steinninn nr. 20384), sem er í skýrslu safnsins fyrir árið 1881 talinn kominn til safnsins síðasta ‘) I septembermán. þ. á. fann eg í dómkirkjunni marmaratöflu (53X35 sm.) með árituninni: „S0RGENDE EORÆLDRE SATTE DENNE STEEN OVER WOLF- G-ANG- JLLIUS HOPPE I AARET 1829“. Hún mun og vera úr gamla kirkju- garðinum; nú á Eorngripasafninu. a) Prentuð hér með „blaðamannarithætti11. s) þ. e. 1847. *) Hér í þessari ritgerð nr. 1. 6*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.