Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Qupperneq 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Qupperneq 43
45 sléttur, og þá er tekið hefir verið af efri endanum, hefir hann verið sléttaður aftur, — jafnaður með hornstöpli kirkjunnar, en hægri hliðin, sem hefir verið látin snúa að þekjunni, er mjög ójöfn. — Þetta er eitt dæmi af mörgum um það hversu illa hefir verið farið með legsteinana hér á landi. — Stafirnir eru flestir venjulegir latínuleturs- upphafsstafir, stafhæð 4,5—5 sm. víðast hvar; í efstu línu nokkru meiri. I 2. línu (nöfnunum) eru gotneskir stafir (fraktúruletur), stafh. 6—7 sm.; I og T upphafsstafir, hinir smáietursstafir. Nokkrir stafir eru auk þess frábrugðnir, einkum ennin og háin, en því miður geta þeir ekki orðið prentaðir hér með iíku letri. Péið í SAP í 10. 1. er líkast kauni í rúnum, opið að ofan. A-ið í ANO (4. 1.) er svipað stóru hái. Aftan á T í IOIoRIS (í 5. 1.), sem er hærra en hinir stafirnir og með löngu þverstriki, er belgur af litlu béi. Þar sem R er í sama orði, hefir áður verið búið að höggva C. G-ið í IDLEGA (í 4. 1.) er svipað tölustafnum 6. Hljóðtáknun og merking stafanna eða rithátturinn er eins og tíðkaðist á 17. öld, og svo sem er á legsteinunum í Görðum (Árb. 1904 og 1906) og á Bessastöðum (Árb. 1907). EI (en ekki E eitt) fyrir framan ng í 13. 1. L-hljóðið fyrir framan d-hljóðið í ALLDURS er táknað með tveim ellum (LL), sbr. Garðast. nr. 4 (Árb. 1906, bls. 38). í-hljóð er táknað með tveim í-um í EILIIF- (8. 1.), en ekki nema með einu í I (12. 1.) og PINA (14.1.). Á hljóðið er hér í einu orði, SÁLER (11.1.), táknað með A-i með tveim broddum yfir; broddarnir eru fremur grunt höggnir. í Thorfa er h fyrir aftan téið, en án hljóðgildis. Orðaskil táknast með tvídepli; þrír deplar eru settir fyrir aftan sjálfa grafskriftina og fyrir framan og aftan tilvitnunina. UNGMENNE HUOR : HIER : LIFDE IDLEGA : ANO : 16c 13 : IObRIS : A : 9 : ARE INS : ALLDURS : D E:GUDLEGA:OG:N LIOMAR: EILIIF LEGA: • •:SAP:3: • SÁLER: RIETTLA TRA : ERU : I: GUDS ENDE : OG: EING PINA : SNERTIR : I

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.