Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 57
Athugasemdir. í Árbók Fornleifafjelagsins 1906, 39.—40. bls., er prentað graf- letur eftir Þorstein prest Björnsson á Útskálum, er flnst á legsteini í Garða kirkjugarði á Álftanesi, með fróðlegum athugasemdum eftir Matthías Þórðarson. Niðurlag grafletursins er skammstafað, þannig: P. C. M. 0. D. G. B. F. Matthías Þórðarson getur til, að úr þessu eigi að lesa svo: »Ponendum (eða poni) curavit maximo optimo domino G . . . . B . . . . filius (þ. e. G . . . . B .... son lét setja [legsteininn sinum] mesta og bezta herra)«, og telur óvíst, hver þessi G .... B ... . son sé. Hér er það við að athuga, að Þorsteinn prestur átti Guðrúnu, dóttur Björns Tumasonar í Skildinganesi, fyrir konu (sjá Árb. 1906, 41. bls.). Fangamark hennar kemur heim við letrið á steininum, og mun því eiga að lesa niðurlag grafletursins þannig: Poni curavit marito optimo domina Guðrun Björnonis filia. Þ. e. Guðrún Björnsdóttir húsfreyja (hans) lét setja (legsteininn) sín- um ágæta eiginmanni. Björn M. Ólsen. Á Garðasteini nr. 7 er síðasta orðið í 6. 1. í áletraninni skert og vantar svo sem einn staf aftan af því. Eg gizkaði helzt á að hér hefði staðið QVOD; sbr. Árb. 1906, bls. 45. í frumritgjörð minni um þessa steina, sem glataðist við prentun fyrri hluta henn- ar, hafði eg skýrt þetta á annan veg, sem mér þykir nú réttari, og það ekki síst vegna þess, að próf. B. M. Olsen einmitt telur þá skýringu eðlilegasta, nefnilega að hér hafi staðið QVOR með ein- 8*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.