Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 6
6 er ekki ljós, þó er það varla »afbökun« eins og höf. helst heldur. Hvers vegna Rúgsstaðir sje meira »vandræðanafn« en Rugs- skil jeg ekki. Orðið rúgur (korn) sýnist að hafa haft bæði stutt og lángt hljóð; myndin rúfr var líka til. Hvað skyldi hindra að það sje þetta orð, sem er í nafninu, upphaflega viðurnefni ? 0g þá er sama, hvort heldur er kveðið Rúg- eða Rug, en best að skrifa Rúg-, ef framburð- urinn er svo nú. Á s. 60 talar höf. um Svarbæli, sem hann hygg- ur sje Svarfhæli (sbr. Svarfhóll); jeg hef látið þetta nafn óskýrt, má skýra á fleiri vegu; mjer þykir ekki ólíklegt, að skoðun höf. sje rjett; en hitt er alveg rángt að segja, að h hafi hjer orðið b; slíkt var og er ómögulegt, auðvitað; en það er f, sem varð b á eftir r (alvanalegt), og á eftir rb fjell h blátt áfram burt. Þó að niður- staðan verði sú sama um nafnsins upphaflegu mynd, er ekki sama, hvort skýríngin á breytíngunum er rjett eða alröng. Höf. segir, á s. 18, að Þorvarðsstaðir sje afbakað í Torfastaði »samkvæmt eðlilegri framburðarbreytingu*. Hjer skjátlast höf. held- ur en ekki. Hjer getur ekki verið að tala um neina »eðlilega» framburðarbreytíng. Þ verður aldrei að t í upphafi nafna. Þor- varður gat aldrei orðið Torfl og hefur aldrei orðið það. Jeg get þess til, að höf. hafi haft í huga sjer gælunöfn sem toggi af Þor- grímur og tobba af Þorbjörg, en það er sitt hvað og stendur öðru- visi á, og Torfi er ekkert gælunafn af Þorvarður. S. 19 hyggur höf., að Gauksstaðir hafl orðið Gadds- með milli- liðnum Gagurs- (!) og Garðs-, sem hvergi finst sem nafn á þessari jörð. Slíkar vandræðaskýringar getur enginn málfræðingur gert. Vetleifsholt og Væt-, »báðar myndirnar koma fyrir í Ln. hand- ritum. Nú er sagt Vettleifs-*. Síðasta upplýsíngin er ágæt. En höf. hefði átt að vita, að Vet- og Væt- er ekki tvœr myndir, heldur sama myndin, aðeins skrifuð með tveimur ólíkum stöfum; hljóðið i e og æ var hjerumbil það sama. Að maulu gæti verið »formlegur framburður fyrir meylu-* (s. 36) er meir en vafasamt og ekki vel hægt að skilja, hvernig á hon- um geti staðið. Að maul- gæti verið skrifað f. meyl- er hugsanlegt, en hjer er um framburð að ræða; og hjer eru beldur engin önnur skyld orð sem hefðu getað valdið framburðarbreytíngunni. í þessu sambandi skal jeg nefna endinguna -lausa, sem bæði finst í staða- nöfnum og öðrum orðum (t. d. staðlausa), þar sem búast mátti við leysa, væri orðið komið af laus (sem það eflaust er í staðlausa); vöntunina á hljóðvarpi skýra menn svo, að það sje lýsingarorðið (laus án hljóðvarps) sem hafi haft áhrif á »lausa«- orðin. Höf. vill nú telja -lausa í sambandi við hið alkunna -lose í dönskum og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.