Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Síða 5
5
verið tekin af »á Kópavogi; hún hafði fleygt barni sinu fyrir sjávar-
hamra«. Hér mun átt við Guðrúnu Oddsdóttur, vinnukonu í Kirkju-
vogi. Barnið fannst föstudaginn fyrstan í vetri (þ. e. 15. okt.) 1697 í
fjörunni milli Kotvogs og skipanaustanna í Kirkjuvogi, og játaði
Guðrún þegar, að hún hefði fætt það sunnudagskvöldið síðasta í
sumri; barnið sagði hún fætt andvana og kvaðst sjálf hafa látið það
þar sem það fannst. — Um sjávarhamra er þar að vísu enga að ræða.
— Föður lýsti hún Sigurð Bárðarson, vinnumann á Býjarskerjum, og
gekkst hann við. Hann var giftur og var kona hans í vist austur á
Ólafsvöllum. Guðrún kvað hann ekki hafa verið í vitorði með sér,
Jón Eyjólfsson sýslumaður tók þetta mál fyrst fyrir á Býjarskerjum
26. okt. og lét fiytja Guðrúnu til Bessastaða. Segir í annálum Espólíns,
(VIII., 55.) að þetta sama ár hafi ein kona verið »tekin af fyrir
dulsmál suður í Höfnum«. Hér mun átt við sömu stúlkuna og sama
málið. Er það rjett, að nefna þetta dulsmál, og suður í Höfnum átti
það sér stað, en ekki hefur Guðrún verið tekin af þar, né nein önn-
ur kona þetta ár, og raunar ekki heldur í Kópavogi. Þar tók sýslu-
maður mál Guðrúnar fyrir 13. jan. næsta ár, 1698. Dæmdu dóms-
menn hana fallna í duismál og skutu málefni hennar undir dóm og
úrskurð lögmanns, Sig. Björnssonar. Hann hefur sjálfsagt dæmt í því
i héraði, sennilega hér í Kópavogi, og Guðrúnu að því búnu verið
drekt, inni í Elliðaá syðri, svo sem þá tíðkaðist. Þess er ekki getið í
alþingisbókinni frá 1698, að málið hafi verið tekið fyrir á alþingi.
Það var tekið hart á slíkum sökum fyrrum. Eftir þeim upplýs-
ingum, sem nú verða fengnar af réttarhöldunum, hefur Guðrún í
rauninni engan glæp drýgt og verið tekin af lífi saklaus, — eins og
svo margar aðrar konur og menn á þessum árum, og er hryllilegt til
þess að hugsa.
III. Lönguhöfuðsmál úr Garðahverfi.
Rúmum mánuði eftir að sýslumaður hafði þingað í Kópavogi I
þessu dulsmáli, hélt hann þar þing næst, 16. febr. 1698, í býsna
skrýtnu máli, kátlegra en hið fyrra. Mál þetta hefur á sér dálítinn
forneskjusvip að sumu leyti, og þó helzt hinnar 17. aldar, ofsóknar-
tímabils galdramanna. Það kostaði mörg þinghöld og mikið vastur,
en má þó heita svo hégómlegt, að betur hefði átt við, að taka það
ekki fyrir opinberlega.1) — Sýslumaður hafði stefnt Oddi Ásbjarnar-
‘) Sýslumaðurinn var þá Jón Eyjólfsson, sem talinn var helsti ráðunautur
MUllers amtmanns í Kríu-málinu alkunna; um hann sjá Sýslum.-æfir, IV., 132—34,