Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Síða 7
7
á, en þó að hann kæmi fram eiðnum löglega, skyldi hann straffast
með þriggja merka útlátum eða líkamlegri refsing ella. En Oddur var
dæmdur til að borga 6 aura sekt vegna »hans hneykslislegu geymslu
á téðu lönguhöfði«! — Svona var nú tíðarandinn og hugsunarháttur-
inn þá. — En nú var ekki allt búið enn. Um haustið, 13. okt., var
málið síðan tekið fyrir í Kópavogi. Kom Þorgils þar og þeir sem
sýslumaður hafði til nefnt að vinna með honum eiðinn, að hann
hefði ekki sett upp lönguhöfuðið »af vondum ásetningi, guði til
stygðar né nokkrum manni til meins eða skaða«, — »og afsögðu þeir
hvor fyrir sig, að sanna með Þorgils þann eið«. Þvert á móti voru
þeir fúsir til að sverja það, að það væri sannfæring þeirra, að Þor-
gils hefði heldur af illum en góðum ásetningi sett upp þetta löngu-
höfuð. — »Þorgils meðkendi einnig þar fyrir réttinum, að hann
hefði í fyrra haust annað lönguhöfuð upp sett fyrri á sömu vörðu á
Garðaholti, sem þaðan hafi burt borizt, áður en það seinna upp setti,
sem Oddur Ásbjarnarson upp tók og forvaraði, svo til alþingis kom«.
Voru nú Þorgilsi dæmd fjögra marka útlát fyrir eiðfallið eða refsing
að öðrum kosti. Því næst auglýsti Þorgils, að 2 menn, sem hann
nefndi, hefðu verið með sér að setja upp fyrra lönguhöfuðið og
annar þeirra þegar hann setti upp hið síðara.
Nú fór að kárna gamanið. Að 2 vikum liðnum, 24. okt., var
þingað á ný í málinu í Kópavogi. En áður, 15. s. m., höfðu piltar
þeir, sem Þorgils hafði sagt hafa verið með sér, verið yfirheyrðir á
almennum hreppastefnudegi á Bessastöðum, Þar hafði hvor þeirra
um sig boriö það, að Þorgils hefði pissað í fyrra lönguhöfuðið, og
tálgað þar spýtu, og mælt svo fyrir: »Fjandinn með fúlum anda fast .
í höfuðið blási!«‘). Hafði Þorgils játað þetta rjett vera. — Endurtók
hann nú þá játning sína á þinginu, og enn fremur kannaðist hann
við, að hafa haft sömu aðferð við seinna höfuðið, »og sagðist ekki
kunna að forsvara, að hann hefði ekki það gjört guði almáttugum
til stygðar, en ásetningur sinn hefði verið að útvega fiskaþerrir«.
Hvað þurfti nú framar vitnanna við? — Álit dómsmannanna var,
»að Þorgils Einarsson hafi sig stórlega forséð í allri aðferð og yfir-
lestri« á lönguhöfðunum, og að honum beri »fyrir slík ofurdáðugheit(l)
stórfeld, líkamleg refsing« — auk sektanna. Að öðru ieyti settu þeir
málið enn á ný undir endilegan dóm lögmanns.
Málið virðist ekki hafa komið aftur fyrir alþingi, heldur hefur
*) Þorgils hefur sótt formála sinn í formálann við lásagaldur. Sjá þjóðsög-
ur Jóns Árnasonar, I., 442.