Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Qupperneq 12
12
Málið er kennt við norska stúlku, sem hét Appollonia Swartskopf1)-
Hún hafði verið trúlofuð Niels Fuhrmann, norskum manni, sem hafði
komið hingað 1718, til að vera hér amtmaður, en hann hafði brugðið
við hana eiginorði. Hún hafði kært hann fyrir og fengið hann dæmdan
af hæzta-rétti, 10. júlí 1719, til að giftast sér, og greiða sér 200 dali
árlega, unz úr því yrði, ef það frestaðist. Vorið 1722 hafði hún farið
hingað með Hólmsskipi og komið 29. mai tii Bessastaða, þar sem
amtmaður átti heima. Amtmaður hafði þá fengið henni húsnæði sitt
til afnota, en setzt sjálfur að í tjaldi á túninu og hafzt þar við allt
til hausts, unz búið var að breyta húsakynnum. Þau amtmaður höfðu
matazt saman og farið allvel á með þeim fyrst í stað, en ekki hafði
hann gengið að eiga hana. Hjá amtmanni hafði verið fyrir, og var
enn, ráðskona dönsk, Katharina Holm, ekkja, og kærasti hennar, Pipers
að nafni, fulltrúi amtmanns. — Vóru þau Pipers gift er málið var
tekið fyrir. — Vorið eftir að Appollonía hafði komið, hafði amtmaður
farið til Grindavíkur og flutt heim með sér dóttur frú Holm, Karen,
sem þá var nýkomin með Grindavíkur-skipi frá Höfn. Mun hann hafa
ætlað að ganga að eiga hana. Þeim mæðgum, einkum frú Holm, var
illa við AppoIIoniu og henni að sama skapi við þær. Amtmaður hætti
um haustið að matast með henni og tók þá vist hennar að versna.
Sunnudaginn 30. april næsta vor, 1724, varð Appollonía skyndilega
mjög veik, eftir að hafa borðað 2 vöflur. Náði sér þó nokkuð aftur,
en varð enn veikari næsta miðvikudag, 3. maí, eftir að hafa borðað
hrísgrjónavatnsgraut, sem henni hafði verið borinn. Lá hún síðan rúm-
fest í 7 vikur, fór æ versnandi og andaðist þriðjudaginn 20. júní.
Var jörðuð í Bessastaða-kirkju 29. s. m. af séra Halldóri Brynjólfssyni
á Útskálum, síðar Hóla-byskupi.
Appollonía átti bróður í Höfn, Frantz að nafni. Veturinn eftir að
hún dó, lýsti hann því fyrir konungi, Friðriki 4., að hann hefði heyrt,
að systir sín hefði verið ráðin af dögum, og óskaði eftir, að bæjar-
fógeta yrði falið að yfirheyra því viðvíkjandi 2 menn, sem þá voru í
bænum og kunnugir málavöxtum. Konungur skrifaði stiftamtmanni
16. mars (1725) og bað hann láta taka málið hér fyrir undir eins og
hægt væri.
Þá var sýslumaður i Gullbringusýslu Cornelius Wulf landfógeti.
Hann átti heima á Bessastöðum og var fyrirsjáanlegt að hann myndi
verða að bera vitni í málinu. Þurfti því að skipa setudómara og
') Líklega öllu heldur Schwartzkopf; svo er nafn hennar ritað í fyrsta bréfi
konungs um þetta mál (16. marz 1725) og svo er ritað nafn Daniels S., sem var
gullsmíðameistari í Höfn um þetta leyti.