Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Síða 13
13
lagði stiftamtmaður til í bréfi til konungsritara 24. apríl, að Páll lög-
maður Vídalín og Sigurður Sigurðsson, sýslumaður í Árnessýslu,
yrðu skipaðir rannsóknardómarar, en Frantz Sw. yrði gert skylt að
mæta fyrir réttinum sem sækjandi eða fá annan til þess í sinn stað.
— Konungsritari féllst ekki á þetta, vildi láta skipa Sigurð sækj-
anda og einhvern andlegrar stéttar mann dómara. Stiftamtmaður
lagði þá til 5. maí, að Þorleifur Arason, prófastur í Rangárvallasýslu,
og Hákon Hannesson, sýslumaður í sömu sýslu, yrðu skipaðir dóm-
arar, því að hann hafði frétt, að Páll lögmaður myndi eiga erfitt með
að gegna því starfi sökum veikinda (kviðslits og sjóndepru). Fáum
dögum siðar, 9. maí 1925, gekk Frantz fyrir notarius publikus í Höfn
og með honum annar maður þar í borginni, Svend Larsen, trésmið-
ur, er verið hafði samtíða systur hans á Bessastöðum, meðan hún
lifði. Lagði Larsen fram skrifaðan vitnisburð um, hvers hann hefði
orðið þar áskynja viðvíkjandi Appolloniu og hvað hún hefði látið í
ljós við hann, m. a. þetta: Skömmu eftir alþing 1723 hafði hann heyrt
hana segja við Sigurð Ámundason múrara, sem var fyrir henni er
hún ætlaði inn: »Dreptu mig nú, þá geturðu fengið 50 dali, sem þér
hafa verið lofaðir«. Amtmaður varð var við þetta og kallaði alla
heimilismenn inn til hennar, hvern eftir annan, en Piper stóð fyrir
utan dyrnar og sagði við hvern, sem inn gekk: »Segðu nei, annars
fer illa fyrir þér«. Þegar röðin kom að Larsen, bar hann það hiklaust,
að hann hefði heyrt Sigurð segja það í eldhúsinu hjá lanfógetanum,
Cornelíusi Wulf, sem þá var einnig á Bessastöðum, að madama Holm
hefði boðið sér 50 dali til að drepa ungfrú Swartskopf. Næsta vor,
1. maí, kvaðst Larsen hafa komið inn til ungfrú Swartskopf og hafði
hún þá verið mjög veik um nóttina; kvaðst hafa orðið það eftir að
hafa borðað vöflur. Því næst hafði vinnukona amtmanns sagt Larsen,
að madama Holm hefði spurt sig, hvernig því væri háttað með ung-
frú Swartskopf, og þegar stúlkan hefði svarað, að hún hefði haft upp-
köst um nóttina, þá hefði madama Hólm sagt: »Djöfullinn fari í hana;
úr því svona er, þá getur hún lifað 10 ár enn«. — Enn hafði Larsen
litið inn tveim dögum síðar; þá var ungfrú Swartskopf nýbúin að
borða graut; kvaðst hún álíta það óhætt, því að Maren, vinnukona,
hefði borðað af honum með sér. Um nóttina hefðu þær báðar orðið
mjög veikar. Stúlkan hefði síðan fengið meðöl og komizt á fætur
eftir fáa daga, en ungfrú Swartskopf hefði engin meðöl fengið, en
legið og dofnað öll, unz hún dó. Nokkru síðar hefði Maren verið að
kvarta yfir því í eldhúsinu, hve heilsa sín væri slæm. Kvaðst Larsen
þá hafa spurt hana um orsökina og hefði hún þá svarað: »Þegar ég
át af grautnum með henni ungfrú Swartskopf, þá át ég djöfulinn ^