Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 16
16 sem hún dó, kom Pipers til hans um kl. 6 síðdegis1) og sagði hon- um lát hennar og fékk honum lykilinn að herbergi hennar. Hann gekk inn og innsiglaði eigur hennar, — en kniplingaserkinn dýra gat hann þá hvergi fundið. — Landfógeti staðfesti vitnisburð sinn með eiði. Menn skyldu ekki halda, að hér eftir hefði verið hægt að bera það upp á þá Larsen og Kinch, að þeir hefðu farið með fleypur eitt, rógburð og upplognar sakargiftir frá eigin brjósti, úti í Höfn um veturinn. Næsti réttarhaldsdagur var 1. sept. Sækjandi lagði fram málskjöl- in frá Höfn og krafðist þess, að þau yrðu lesin upp þegar, enn fremur bréf Kinchs frá 27. ágúst og staðfest eftirrit af vitnisburði hans i Höfn, vitnisburður Nielsar Kiers, dags. þennan sama dag (1. sept.), og konu hans, Þórdísar, dóttur Jóns sýslumanns Eyjólfssonar, dags. 29. ág. Dómendur úrskurðuðu að fresta uppiestri þessara skjala, því að þeir prestarnir, séra Björn Jónsson Thorlacius í Görðum og séra Halldór Brynjólfsson (sem amtmaður hafði beðið gefa upplýs- ingar í málinu), voru nú mættir fyrir réttinum og kváðust ekki hafa tima til að bíða. Lásu þeir nú upp vitnisburði sina og staðfestu þá með eiði. Hafði ungfrú Swartskopf ekki látið þá á sér heyra grun sinn um eitrið í matnum eða annað illt, sem hún hafði orðið að þola af manna völdurn, en talað fallega í garð amtmanns. Nú vildi sækjandi láta lesa upp skjölin, sem lögð voru fram. Verjandi heimtaði, að þjónustufólk amtmanns yrði fyrst yfirheyrt. Úr hvorugu varð þennan dag, enda enginn úrskurður feldur um þetta. — Hinn 3. sept. fóru þeir prófastur og sækjandi og verjandi út að Hausastöðum til að yfirheyra frú Margretu Elisabet Boyens, ekkju Ólafs prófasts Péturssonar í Görðum. Hafði hún sent fram vitnisburð sinn, dags. 1. sept., og kvaðst engu geta við hann bætt. — Næsta dag fóru allir inn að Nesi til vísilögmanns, því að hann hafði ekki fótavist; kannaðist hann við vitnisburð sinn, en þegar sækjandi spurði hann um, hvenær Karen Holm hefði komið með Grindavíkurskipinu, þá kvaðst hann ekki muna daginn. Prófasti þótti þetta óþarfa-spurn- ing, sem kæmi ekki málinu við, dauða og dauða-orsök ungfrú Swart- skopf. Hákon sýslumaður var því ekki samþykkur. Verjandi mótmælti því, að nokkuð yrði borið fyrir réttinum, sem kæmi ekki aðalmálinu við. Enn kom sækjandi fram með tvær spurningar viðv. komu ung- frú Swartskopf. að Bessastöðum og líðan þar. Svaraði vísilögmaður þeim ekki og sögðu dómendur þau ekki koma aðalmálinu við. Nú *) Landfógeti segir i yfirlýsingu til stiftamtmanns, dags. 21. mars 1725, að Appollonía hafi dáið kl. 5.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.