Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 17
17
spurði verjandi hann, hvort hann vissi til þess að nokkur væri vald-
ur að dauða ungfrú Swartskopf. Kvaðst visilögmaður ekki vita til
þess, en um orðasveim um vöflur og graut og þess háttar vildi hann
ekki bera vitni. Síðan staðfesti hann vitnisburð sinn með eiði. Því næst
las frú Þórdís upp sinn vitnisburð og staðfesti með eiði, en þá vildu
þeir prófastur, verjandi og amtmaður ekki vera við. — Næsta dag,
5. sept., mótmæltu þeir amtmaður og verjandi þessu réttarhaldi með
frú Þórdísi svo sem ólöglegu. — Voru nú loks lesin upp málsskjölin
frá Höfn. Amtmaður vitnaði til mótmæla sinna í öndverðu, og sækj-
andi vildi nú lesa upp bréf Kinchs frá Eyrarbakka og vitnisburði
þeirra hjónanna í Nesi. Amtmaður spurði þá sækjanda, hvort hann
þekkti rithönd Kinchs; hann kvað nei við, en sagði að skjalið hefði
hann tekið úr innsigluðu umslagi, sem hefði verið lagt fyrir réttinn
af tilgreindum manni. — Verjandi mótmælti því fastlega, að vitnis-
burður Kinchs yrði lesinn upp; honum hefði ekki verið stefnt sem
vitni heldur til að heyra vitnisburð annara og síðan þola sinn dóm
fyrir það sem hann hefði borið í Höfn. Amtmaður tók i sama streng
og mótmælti upplestri bréfsins frá Kinch. — Dómendur úrskurðuðu
að skjölin skyldu lesin upp, en síðan dæmt um gildi þeirra fyrir
málið. Næsta dag, 6. s. m., var bókað það sem gerst hafði daginn
áður og úrskurðurinn lesinn upp. Verjandi mótmælti enn kröftuglega,
og sömuleiðis amtmaður, að hlýða á bréf Kinchs, og þegar sækjandi
krafðist upplesturins eftir lögum, þá fóru þeir út. Var nú bréfið lesið
upp og var raunar ekki annað en staðfest eftirrit af vitnisburði hans
í Höfn, svo sem getið var um áður. Var nú kallað á þá amtmann
og verjanda aftur til þess að hlýða á vitnisburð vísilögmanns. Hann
hafði verið austur í Árnessýslu meðan ungfrú Swartskopf lá veik,
komið heim sama kvöldið, sem hún dó, og frétt þá lát hennar; þau
hjónin hefðu farið yfir að Bessastöðum til að kistuleggja hana; lýsti
útliti líksins; skýrði frá komu sinni þangað áður, er ungfrú Swarts-
kopf var hraust, og að þá hefðu þau amtmaður setið saman við matborð-
ið og síðan hefði hann teflt skák við hana og beðið sig að gera það
einnig o. s. frv. Var þessi vitnisburður að öllu leyti þægilegur í garð amt-
manns, en þó minntist vísilögmaður á atvik, sem komið hafði fyrir
eitt kvöld og sýndi að eitthvað dapurlegt var um hagi vesalings
Appolloníu; hann hafði heyrt hana vera með hávaða fyrir utan
norðurgluggann, hágrátandi, með kertisskar í hendinni og hefði hún
fleygt því frá sér. Ekki vissi hann til, að hún hefði gert neitt fyrir sér,
en eftir þetta borðaði ungfrú Swartskopf eigi með þeim atmtmanni. —
Af vitnisburði landfógeta má sjá, hvernig þessu var varið. Kvöld eitt
var kerti hennar nærri útbrunnið og gerði hún boð eftir ljósi, en
2