Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 18
18 fékk ekki; fór hún þá sjálf út fyrir gluggann hjá amtmanni og bað hann vinsamlega um ljós til að lesa við kvöldbænir sínar; hann bað hana fara frá gluggunum og kvað hún skyldi fá ljós. Ekki kom það að heldur. Hún bað þá stúlku, sem var hjá henni, að fara og biðja um ljós, en stúlkan kvaðst ekki þora að gera það. Þá fór hún litlu síðar að glugganum og bað að nýju um ljósið. Þá sagði amtmaður: »Djævelen besætte dig!«, og fór yfir í herbergið til hennar og barði hana. Skýrði hún landfógeta frá þessu næsta dag og sýndi honum handleggina á sér, sem allir voru bláir og gulir. Bað hún landfógeta láta sér eftir eitt af herberjum hans, svo að hún gæti verið alveg laus við amtmanns-fólkið, en það þorði hann ekki fyrir amtmanni að láta eftir henni. — Seinna sannfærðist hún um, að þetta hefði allt verið gert að yfirlögðu ráði til þess að hún skyldi ekki borða framar með amtmanni. Er greinilega skýrt frá þessu öllu í vitnisburði land- fógeta. Nú átti að lesa upp vitnisburð frú Þórdísar. Þá mótmælti verj- andi því, að það yrði gjört, svo framarlega sem það hefði verið gjört löglega í Nesi; kvaðst þó vilja heyra það úr honum, sem kæmi að- almálinu við, ef Hákon sýslumaður þá vildi taka þann úrskurð sinn aftur, að vitnisburðurinn hefði verið löglega lesinn í Nesi. Var nú vitnisburðurinn lesinn upp aftur og má nú sjá, af hverju var sprottinn mótþrói þeirra verjanda og amtmanns gegn því að hann yrði lesinn upp. Fyrri hlutinn var líkur kafla í vitnisburði vísilögmanns, um líkið og kistulegginguna, en svo kom skýrsla um það, að áður en ungfrú Swartskopf kom, hafi madama Holm, nú Pipers, sent Maren Jespers- dóttur til Þórdísar og beðið um saumnálar og þráð, og það hefði hún fengið; síðan hefði Maren óskað að tala við hana í einrúmi; þá hefðu þær farið inn í svefnherbergi frúarinnar og þar hefði Maren sagst eiga að bera frú Þórdísi kærlega kveðju frá madömu Holm og spyrja hana að, hvort hún gæti ekki útvegað henni svö kröftugan galdra- mann, að hann gæti tortímt ungfrú Swartskopf, áður en hún næði að komast í land. Frú Þórdís hafði ekki tekið þessu vel. Maren hefði þá sagt, að ekki þyrfti að vera neitt undir því komið, hversu mikið þetta kostaði, því að amtmaður skyldi borga það allt. — Hann hefði nú raunar ekki verið heima þá, eftir því sem frú Þórdís vissi bezt. — Nú lét verjandi lesa kröftugt mótmælaskjal frá sér gegn öllum slíkum vitnisburðum, sem ekki kæmu aðalmálinu við, og væru þar að auki fyrndir. — Því næst var lesinn vitnisburður prófastsekkjunnar á Hausastöðum. Var hann góður og meinlaus; ungfrú Swartskopf hafði ekkert talað við hana um grunsemd sína og ekkert hafði sést grunsamlegt á líkinu o. s. frv. — Næsta dag (8. sept.) var þjónn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.