Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 19
19
amtmanns yfirheyrður og bar allt honum í vil, og þvert á móti því,
sem Appolonía hafði sagt þeim landfógeta, Larsen og Kinch, og í
sömu átt gekk vitnisburður Gunnhildar Hemingsdóttur, vinnukonu
amtmanns, 10. s. m., unz sækjandi lagði fyrir hana þá spurning, hvort
ungfrú Swartskopf hefði ekki verið fyrirlitin af heimafólki amtmanns
allt þangað til hún dó; þá mótmæltu þeir amtmaður og verjandi þess
konar eftirgrenslunum sem ólöglegum. Nú heimtaði sækjandi skriflega,
að allar þær spurningar, sem hann kæmi fram með í réttinum til þess
að upplýsa málið, yrðu heyrðar og bókaðar, ella tilkynnti hann kon-
ungi neitun dómanda. Næsta dag framlagði verjandi nýtt mótmæla-
skjal móti ónauðsynleaum spurningum, og amtmaður kvað sækjanda
hafa framið réttarspjöll daginn áður, með því að eyða deginum til
einskis. — Hitt virðist hann þó ekki hafa nefnt, að réttarhaldið átti
þann dag að byrja kl. 9, en var frestað til 10 eftir beiðni hans, og
er hvorki hann né verjandi voru þá komnir, var beðið eftir þeim til
kl. IV2; þá var farið að kalla á þá og komu þeir þá senn. Kvað
amtmaður erfiðleika á að ríða þessa löngu leið, meira en mílu vegar,
tvisar á dag, en báðir lofuðu þeir þá öllu góðu í þessu efni fram-
vegis. — Enn fremur skýrði amtmaður frá því, hversu hann hefði
uppfyllt þær fjárgreiðsluskyldur, sem á hann höfðu verið dæmdar,
og að hann hefði greitt ungfrú Swartskopf samtals 1000 dali 0. s.
frv. Tóku dómendur þessu öllu vel og dæmdu sækjanda til að greiða
3 lóð silfurs þegar í stað og ekki mega mæta fyrir réttinum fyr en
sú sekt væri goldin. — Hákon sýslumaður vildi láta sækjanda greiða
því að eins, að hann yrði sannfærður um það af vitnum, að hann
hefði hagað sér ósæmilega fyrir réttinum. — Sækjandi skaut þessum
úrskurði til þess æðri réttar, sem málið kæmi fyrir á sínum tíma og
áskyldi sér að kæra á sínum stað yfir þessum ólöglega úrskurði.
Gekk siðan út. Var hann nú kallaður inn með vitnum til þess að
fullnægja úrskurðinum og halda síðan áfram réttarhaldinu. Hann kom
inn, neitaði að borga, en bauðst til að halda áfram málinu kon-
ungs vegna. Verjandi mótmælti, að sækjandi mætti ganga fyrir rétt-
inn, unz hann hefði fullnægt úrskurðinum, en ekki skyldi standa á
sér að hlýða á löglegar vitnaleiðslur í aðalmálinu. Sækjandi mót-
mælti, að þetta yrði bókað; kvaðst skyldi yfirheyra vitnin, en ekki
vilja borga samkvæmt úrskurði prófasts, heldur fara eftir atkvæði
Hákonar sýslumanns. — Sat í þessu þófi þennan dag og var nú
komið í óvænt efni. Daginn eftir (12. sept.) las prófastur upp úrskurð
sinn um sækjanda, dæmdi hann sekan um 3 lóð silfurs á ný fyrir
að hafa ekki borgað sektina daginn áður undir eins, og þar eð hann
hefði svo mikið af fé hans undir hendi, þá legði hann löghald á
2*