Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 21
21
var setið yfir Maren í tvo daga enn (21. og 22. sept.). Vitnisburður
hennar gekk vitanlega á móti öllu því sem haft hafði verið eftir
ungfrú Swartskopf eða aðrir höfðu borið og saknæmt var. — Veik-
indi hennar sjálfrar t. d., höfðu ekki stafað af grautnum, henni hafði
ekkert orðið meint af honum, hún hafði verið lasin af öðru áður og
siðar o. s. frv. Hún virðist ekki hafa komist í nein vandræði með
að svara því sem hún var spurð um hvern dag, enda mátti nokkuð
vita jafnan fyrirfram, hvers spurt myndi verða, — og svo gat verjandi
og amtmaður, og Þorleifur prófastur, ráðið því, hvort hún þyrfti að
svara þeirri og þeirri spurningu, sem fyrir hana var lögð af sækjanda,
eða ekki, en helzt spurðu þeir hana sjálfir á víxl. — Mánudaginn 24.
sept. kom Maren enn og spurði þá Þorleifur prófastur hana beinlínis,
hvort hún hefði átt nokkurn þátt í að ráða ungfrú Swartskopf af
dögum. Hún neitaði því afdráttarlaust. Hákon sagði að sækjandi ætti
fyrst að koma með sínar spurningar til vitnanna, þá þeir verjandi
og amtmaður, en dómendur síðast, ef þeim virtist nokkurri spurningu
gleymt.
Nú kom kona Kiers vísilögmanns fyrir réttinn með bréf frá hon-
um, dags. þennan sama dag, mótmæli gegn því, að Maren leyfðist að
bera vitni gegn eiðfestum vitnisburði konu hans. Er Maren nú ekki
kvaðst hafa meira fram að bera til skýringar í málinu, mun hafa
verið lokið yfirheyrslu hennar, og þrýtur nú það gagn, sem hér hefir
verið farið eftir, útlegging af málinu, að svo miklu leyti, sem það
hefir verið á íslenzku, með þeim málsskjölum í, sem nú hafa verið
nefnd. Er óvíst, hvað fram hefir farið fyrir réttinum næstu daga, en
til er útlegging af svari dómanda til sækjanda, dags. 28. sept., við
bréfi hans frá deginum áður. Hafði hann þá enn Iátið í ljós, að hann
hefði oftsinnis tekið eftir því, að vitnin hafi ekki mátt svara spurn-
ingum hans samkvæmt skyldu þeirra og eiði, heldur hefðu þær ein-
ungis verið bókaðar. Dómendur bera á móti því, að haft hafi verið
á móti öðrum spurningum en þeim, er voru ónauðsynlegar og ekki
til að skýra málið, heldur að eins til að lengja réttarhöldin, og vara
þeir sækjanda síðan við því að koma með aðrar spurningar en þær
sem gagnlegar séu í aðalmálinu. En sama daginn, sem þeir skrifuðu
þetta svar til sækjanda (28. sept.), ritaði annar þeirra, Þorleifur pró-
fastur, stiftamtmanni, hvernig komið væri málunum og að hætta væri
á að óánægja risi út af úrskurði hans um yfirheyrslu vitnanna (sbr.
bréf stiftamtmanns til prófasts 27. febr. 1726); en hinn dómandinn,
skifti amtmanns af þeim, og má sjá af svari stiftamtmanns 27. febr. 1726, að
honum hefur mislíkað þetta.