Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 23
23
urskipi), eins og sjá má af bréfi hans frá alþingi þann dag til stift-
amtmanns. Er bréfið harðort mjög í garð ungfrú Swartskopf, fyrir
allar hennar sakargiftir, og ekki síður í garð landfógeta, fyrir að hafa
þær eftir. Með dómnum sendi amtmaður einnig varnarrit sitt frá 22.
okt. Þótt það verði ekki séð af þessu bréfi, þá var amtmanni kunn-
ugt um, hvað gerst hafði í Höfn viðvíkjandi þessu máli. Bréf Hákon-
ar sýslumanns frá 28. sept. haustið áður til konungs hafði haft sín
áhrif. Konungur skrifaði stiftamtmanni 8. febr. (1726), að hann hefði
fengið að vita, að dómendur hefðu orðið ósammála, af því að séra
Þorleifur hefði ekki viljað láta bera vitni í málinu um orð, sem hefðu
verið töluð fyrir meira en einu ári; kvaðst konungur nú vilja bæta
Jóni byskupi Árnasyni í dómnefndina, og að vitnin mættu bera allt
í málinu, sem gæti skýrt það, einnig um orð, sem töluð hefðu verið
fyrir lengri tima en 1 ári. Jafnframt gaf konungur út ný skipunarbréf
samkvæmt þessu til þeirra allra, byskups, prófasts og sýslumanns,
og lagði fyrir stiftamtmann að senda þeim þau með fyrstu ferð. —
Með bréfi til landfógeta, dags. 15. apríl, sendi stiftamtmaður skipun-
arbréfin til hans og bað hann afhenda þau, og skrifaði samdægurs
amtmanni og sendi honum eftirrit af bréfi konungs til sín. Komu bréf
þessi hingað 21. maí. — Amtmaður hafði sótt um að mega fara utan,
en það vildi konungur (25. apríl) ekki leyfa honum fyr en málið
væri á enda kljáð (sbr. bréf stjórnarinnar til stiftamtmanns, Rabens,
27. apríl) og tilkynnti stiftamtmaður amtmanni það litlu síðar (30.
apríl); kvað hann sig taka það ekki lítið sárt, einkum þar eð álitið
væri, að konungur hefði hann grunaðan. Stiftamtmaður hafði gott álit
á amtmanni og var amtmaður fulltrúi hans hér. Þeir voru kunnugir
hvor öðrum og fór jafnan vel á með þeim. Sjá um stiftamtmann í
Safni til sögu íslands, II., 760—61.
Málsrannsóknir og vitnaleiðsla þeirra rannsóknardómandanna
þriggja frá 1726 mun ekki lengur vís hér, en af bréfi amtmanns til
stiftamtmanns 20. ág. má sjá, að réttarhöld þeirra hafa byrjað 10.
þess mán. og að nokkur vitni höfðu þá komið fyrir réttinn, er amt-
maður skrifaði bréf sitt. í þessu bréfi gefur amtmaður ungfrú Swarts-
kopf einni sök á því, að mál þetta hafi risið, en jafnframt hellir hann
skömmunum yfir landfógeta, — sem blóðþyrstan óvin sinn og öfund-
armann. Aftur skrifar amtmaður stiftamtmanni 28. s. m. og sendir
honum þá jafnframt dóm þeirra þremenninganna frá 24. s. m. Um
leið hefir hann lagt drög fyrir saksókn á hendur Frantz Swartskopf;
getur þess að Kinch hafi fengið sinn dóm og hyggst að finna Larsen
í fjöru síðar. Segir að sér hafi nú ekki verið stefnt fyrir þennan rétt