Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 23
23 urskipi), eins og sjá má af bréfi hans frá alþingi þann dag til stift- amtmanns. Er bréfið harðort mjög í garð ungfrú Swartskopf, fyrir allar hennar sakargiftir, og ekki síður í garð landfógeta, fyrir að hafa þær eftir. Með dómnum sendi amtmaður einnig varnarrit sitt frá 22. okt. Þótt það verði ekki séð af þessu bréfi, þá var amtmanni kunn- ugt um, hvað gerst hafði í Höfn viðvíkjandi þessu máli. Bréf Hákon- ar sýslumanns frá 28. sept. haustið áður til konungs hafði haft sín áhrif. Konungur skrifaði stiftamtmanni 8. febr. (1726), að hann hefði fengið að vita, að dómendur hefðu orðið ósammála, af því að séra Þorleifur hefði ekki viljað láta bera vitni í málinu um orð, sem hefðu verið töluð fyrir meira en einu ári; kvaðst konungur nú vilja bæta Jóni byskupi Árnasyni í dómnefndina, og að vitnin mættu bera allt í málinu, sem gæti skýrt það, einnig um orð, sem töluð hefðu verið fyrir lengri tima en 1 ári. Jafnframt gaf konungur út ný skipunarbréf samkvæmt þessu til þeirra allra, byskups, prófasts og sýslumanns, og lagði fyrir stiftamtmann að senda þeim þau með fyrstu ferð. — Með bréfi til landfógeta, dags. 15. apríl, sendi stiftamtmaður skipun- arbréfin til hans og bað hann afhenda þau, og skrifaði samdægurs amtmanni og sendi honum eftirrit af bréfi konungs til sín. Komu bréf þessi hingað 21. maí. — Amtmaður hafði sótt um að mega fara utan, en það vildi konungur (25. apríl) ekki leyfa honum fyr en málið væri á enda kljáð (sbr. bréf stjórnarinnar til stiftamtmanns, Rabens, 27. apríl) og tilkynnti stiftamtmaður amtmanni það litlu síðar (30. apríl); kvað hann sig taka það ekki lítið sárt, einkum þar eð álitið væri, að konungur hefði hann grunaðan. Stiftamtmaður hafði gott álit á amtmanni og var amtmaður fulltrúi hans hér. Þeir voru kunnugir hvor öðrum og fór jafnan vel á með þeim. Sjá um stiftamtmann í Safni til sögu íslands, II., 760—61. Málsrannsóknir og vitnaleiðsla þeirra rannsóknardómandanna þriggja frá 1726 mun ekki lengur vís hér, en af bréfi amtmanns til stiftamtmanns 20. ág. má sjá, að réttarhöld þeirra hafa byrjað 10. þess mán. og að nokkur vitni höfðu þá komið fyrir réttinn, er amt- maður skrifaði bréf sitt. í þessu bréfi gefur amtmaður ungfrú Swarts- kopf einni sök á því, að mál þetta hafi risið, en jafnframt hellir hann skömmunum yfir landfógeta, — sem blóðþyrstan óvin sinn og öfund- armann. Aftur skrifar amtmaður stiftamtmanni 28. s. m. og sendir honum þá jafnframt dóm þeirra þremenninganna frá 24. s. m. Um leið hefir hann lagt drög fyrir saksókn á hendur Frantz Swartskopf; getur þess að Kinch hafi fengið sinn dóm og hyggst að finna Larsen í fjöru síðar. Segir að sér hafi nú ekki verið stefnt fyrir þennan rétt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.