Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 30
30
veginn gamla efst á Arnarnesshálsi, sem getið er um hér að framan.
Neðar, á norðanverðum hálsinum, kvað hún vera dys Þorgarðs, sem
svo miklar þjóðsögur gengu um, sbr. Þjóðs. Jóns Árnas., I, 388—91.
Mun sú dys þó frá fyrri tímum en Þorgarður á að hafa verið á, eftir
þjóðsögunum. Annars er svo að sjá sem sumt í þeim, einkum frá-
sögnin um glæp þann er Þorgarður á að hafa verið drepinn fyrir, .
stafi frá máli Sigurðar á Árbæ. En hvað sem um það er, þá er lík-
legast að þessi dys sé yfir einhverjum, sem hafi verið líflátinn hér
skammt frá eftir dómi á Kópavogsþingi. Ögmundur skólastjóri Sig-
urðsson hefir sagt mér, að Filippus heitinn Filippusson, sem ólst upp
í Arnarnesi, hafi skýrt svo frá, að þetta væri dys Steinunnar frá Ár-
bæ. Ekki er það fortaks-mál, þótt það komi ekki heim við frásögn
Þuríðar. Dysin er úr grjóti og allstór. Að norðanverðu hefir henni verið
rótað mikið upp, fyrir nokkrum árum, og kann þá að hafa verið tekið
nokkuð grjót úr henni. Hún er að austanverðu við gamla veginn,
skammt suður frá Litla-Arnarnesi, er Þuríður kvað svo heita. Þar
sjást enn á flöt niður við voginn, norðan gamla vegarins, litlar og
óglöggar tóftir eftir kot, sem var þar fyrrum.
Ekki mundi Þuríður til þess, að hún hefði heyrt neinar aðrar
sagnir um dysjar í Kópavogi eða þar í grennd. Kvað þó dysjar þær
tvær, sem eru við Kópavogslæk að norðanverðu (austan túnsins) og
áður var getið, hafa verið nefndar „hjónadijsjarnar"; og aðrar tvær
við veginn austar með læknum, að norðanverðu við hann, kvað hún
hafa verið kallaðar „systkinaleiðin“. Hjónadysjarnar eru allmiklar,
einkum austan og neðan frá að sjá. Þær eru ajtstan akvegarins,^ -to
frammi á bakkanum. Gamli vegurinn hefir legið rétt hjá þeim og
hafa vegfarendur kastað í þær smásteinum, eins og siður var. — Væri
ekki nafn þetta á þeim dysjum og nokkrar likur til að þar séu dysj-
ar hjónanna, sem Árni Magnússon segir að hér hafi verið ströffuð
(þ. e. líflátin) 3. des. 1677, myndi ég vilja gizka á, að hér væri dysj-
aður í annari hvorri dysinni Sigurður frá Árbæ. — Systkinaleiðin eru
nú svo litið áberandi, að fáir munu veita þeim lengur eftirtekt. Þau
eru á lítilli tungu milli vatnsrása tveggja, 2. og 3. austur frá akveg-
inum, og er vegurinn austur með Iæknum á milli dysjanna. Dálítið
er af smásteinum í þeim, einkum hinni nyrðri, en þó mega þær nú
heita jafnar við jörðu. — Hóllinn, sem er skammt fyrir útnorðan þær,
heitir Gvendarhóll.
Þuríður kvað svæðið sunnan-við húsið eða bæinn, sem nú er í
Kópavogi, hafa verið nefnt Þinggerði. Það hafði fyrrum verið girt og
sáust enn garðlögin. Jónas tekur ekki fram, hvar Árni Pétursson hafi
nefnt Þinggerði, en bersýnilegt er, að hann hefir bent Jónasi á sömu