Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 36
36 I. Khöín 1. Nóvbr. 1861. Kæri vin, Ástar þakkir fyrir yðar góða bréf 28. Septbr. og skýríngar um Þíngvallaferðina. Eg sendi yður nú ávísan upp á Bókmentafélagið og vona Professorinn láti honorera hana, því eg vil engum unna upp- drátta eða lýsínga á Þingvelli nema Bókmentafélaginu. — Mér likar vel skoðun yðar á öllu málinu, en miklu meira sakna eg — okkar á milli að segja — í framkvæmdinni, og þarf að bæta úr því smásaman. Það er rétt sem þér segið, að allt fjalla á milli þarf að vera á kort- inu, og einkum allir vegir á Þíngvöll. Þarnæst annað kort yfir sögu- öldina og þriðja yfir seinni tíð. Þó spursmál, hvort þessi tvö ekki geta sameinast. — Eg er og á því, að taka allt sem byggíng eða tópt eða hleðsla heitir, að því leyti það er eptirtektar vert. — Eg hefi skrifað Gunnl. um dálítið, sem eg saknaði. — Mér þætti vænt, ef þér nú gerðuð kort sem þér segið eptir yðar höfði, og skriflega lýsíng með stöðunum úr sögunum til styrkíngar. Þessi ritgjörð ætti að vera laung nokkuð og ítarleg, og hugsa eg þér fengið Honorar fyrir hana og hún kæmi í Safn til sögu íslands, með korti. Ekki þykir mér álnarsteinninn svo nákvæmur sem eg vildi, og eink- um vantar lýsíng um hann, en þó ennfremur bæði uppdrátt og lýs- ing á bollasteininum. — Þegar vel væri gengið frá Þingvöllum, þá væri tíð að fara að Þingskálum og víðar, en þetta er enginn létta- leikur, meðan félagið hefir ekki fjörugra styrktarlið en nú, því allt gengur í áhugalausu dundi hjá flestum, og við fáum ekki tillögin. Þeir hugsa víst, að nöfn sín á pappírnum sé nóg. Forlátið mér þessar línur, og verið kærlega kvaddur. Yðar einlægur vin Jón Sigurdsson. 2. Reykjavík 13. Apríl 1863. Heiðraði vin! Eg þakka yður fyrir yðar góða bréf 1. Nóvbr. 1861. Eg veit að yður þykir kynlegt, að eg hefi ekki fyr svarað yðar bréfi, en allt hefir sínar orsakir, eg hefi ekki getað gert það að gagni fyr, og get það ekki enn, þótt eg myndist við það.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.