Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Qupperneq 36
36
I.
Khöín 1. Nóvbr. 1861.
Kæri vin,
Ástar þakkir fyrir yðar góða bréf 28. Septbr. og skýríngar um
Þíngvallaferðina. Eg sendi yður nú ávísan upp á Bókmentafélagið og
vona Professorinn láti honorera hana, því eg vil engum unna upp-
drátta eða lýsínga á Þingvelli nema Bókmentafélaginu. — Mér likar
vel skoðun yðar á öllu málinu, en miklu meira sakna eg — okkar á
milli að segja — í framkvæmdinni, og þarf að bæta úr því smásaman.
Það er rétt sem þér segið, að allt fjalla á milli þarf að vera á kort-
inu, og einkum allir vegir á Þíngvöll. Þarnæst annað kort yfir sögu-
öldina og þriðja yfir seinni tíð. Þó spursmál, hvort þessi tvö ekki
geta sameinast. — Eg er og á því, að taka allt sem byggíng eða
tópt eða hleðsla heitir, að því leyti það er eptirtektar vert. — Eg
hefi skrifað Gunnl. um dálítið, sem eg saknaði. —
Mér þætti vænt, ef þér nú gerðuð kort sem þér segið eptir yðar
höfði, og skriflega lýsíng með stöðunum úr sögunum til styrkíngar.
Þessi ritgjörð ætti að vera laung nokkuð og ítarleg, og hugsa eg þér
fengið Honorar fyrir hana og hún kæmi í Safn til sögu íslands,
með korti.
Ekki þykir mér álnarsteinninn svo nákvæmur sem eg vildi, og eink-
um vantar lýsíng um hann, en þó ennfremur bæði uppdrátt og lýs-
ing á bollasteininum. — Þegar vel væri gengið frá Þingvöllum, þá
væri tíð að fara að Þingskálum og víðar, en þetta er enginn létta-
leikur, meðan félagið hefir ekki fjörugra styrktarlið en nú, því allt
gengur í áhugalausu dundi hjá flestum, og við fáum ekki tillögin.
Þeir hugsa víst, að nöfn sín á pappírnum sé nóg.
Forlátið mér þessar línur, og verið kærlega kvaddur.
Yðar einlægur vin
Jón Sigurdsson.
2.
Reykjavík 13. Apríl 1863.
Heiðraði vin!
Eg þakka yður fyrir yðar góða bréf 1. Nóvbr. 1861. Eg veit að
yður þykir kynlegt, að eg hefi ekki fyr svarað yðar bréfi, en allt hefir
sínar orsakir, eg hefi ekki getað gert það að gagni fyr, og get það
ekki enn, þótt eg myndist við það.