Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Qupperneq 40
40
Eg býst við að eg sé búinn að þreyta yður með þessu slúðri og
bið yður að fyrirgefa.
Yðar einlægur vin
Sigurður Guðmundsson.
II.
Khöfn 8. Maí 1863.
Háttvirti góði vin,
Það er víst, að mér hefði þótt vænt um að fá bréf frá yður
fyrir laungu síðan, en af því eg er sjálfur latur á bréfaskriptum
þá er eg manna sanngjarnastur að meta kringumstæður í þeim efn-
um, og þakka eg yður því innilega þetta seinasta bréfið.
Eg get ekki áfellst yður neitt fyrir Þíngvalla-söguna, því bæði er,
að hér er um enga keppni að gjöra frá okkar hlið, og ef það væri, þá
yrðum við að hafa meira kapp á okkur en nú er og meiri efni um
leið. Við gerum hvað við getum svona með hægð. Eg sé ekki að
Dasents kort geri okkur neinn skaða, verði það gott, svo er það vel
farið, verði það vitlaust getum við kannske bætt það síðar, en það
sem við getum gjört, það væri að fá yðar hjálp til að semja ritgjörð
eptir þessu sem þjer hafið safnað bæði úr sögum og frásögnum, það
er ágætt, og fengist þar með kort yfir staðinn tel eg það ekki síður
nauðsynlegt. Þetta á öldúngis við að prenta í Safni til sögu íslands,
og þar fái þér Honorar fyrir sjálfsagt. Kannske svo mætti haga því,
að þér fengið deildina á íslandi til að nefna til menn að dæma um
ritgjörðina, og þegar þeir hefðu tekið hana gæti þér fengið yðar
Honorar eptir hendinni, eptir því sem þér skiluðuð handriti. — Eg
segi þetta í því skyni, að eg get ímyndað mér að það sé örðugt,
fyrir yður að semja alla ritgjörðina og eiga borgun í sjó, þartil þér
gætið sent allt híngað og fengið borgun fyrir. Professorinn er yður
víst velsinnandi, og gefur yður góð ráð eða kemur sér saman við
yður um þau efni. — Það er víst sem þér segið, að það er ekkert
áhlaupaverk að semja þessa ritgjörð til fullnustu, en eg vil helzt hún
sé laung og greinileg með korti einu eða tveimur, eptir því sem yður
finnst haga, því eg vil ætíð í því efni hreint láta höfundinn ráða, og
styrkja hann til að koma fram tilgángi sínum það sem efni leyfa. —
En efni félagsins ætti þér aptur að styrkja með því, að gjöra allt til
þess að útvega okkur menn til að gánga í félagið, og stuðla til þess
bæði við útlenda og innlenda, svo sem þér getið. Með því móti, ef
okkur bættist efni, gætum við gjört margfalt meira en nú, því þá gæt-