Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Qupperneq 42
42
Þó eg sé búinn að skrifa talsvert saman um Þingvöll fyrir sjálfan
mig, þá á það samt enn lángt í land, því eg þarf að smala saman
um allt, og er það ekki fljótlegt; eg er alltaf að frétta til manna hér
og hvar, sem eitthvað vita, eða sem eg hefi von um að eitthvað viti,
og hefi eg ekki enn náð í þá alla; líka þarf eg að fá hitt og þetta að
vita um aðra þingstaði til samanburðar, bæði um stœrd og lag á búð-
um og dómhringum etc. Því maður þyrfti að komast sem næst,
hvernig allt þess konar leit út í fornöld, ef unt væri.
Hér getur því ekki verið að tala um nokkra borgun handa mér
að svo komnu.
Það, sem verst er, er það, að eg er mjög illa að mér í gömlu
lögunum, eins og þér getið nærri, og er það ekki gott, því þau þarf
maður víða að taka til hjálpar á þeim stað. Ef menn eiga að skilja
Þíngvöll, þá verða menn að mestu leyti að vita, hvað þar fór fram,
og hvernig það gekk til, til þess að geta sennilega fundið þá staði,
sem voru lögákveðnir til þarfa þingsins, og vita til hvers þeir voru
hafðir. En ólukkan er, að hér stendur maður hjálparlaus, af því þeir,
sem hafa vitað um lögin, hafa lítið þekt Þingvöll; en það hvorutveggja
er rannsókn, sem verður að vera samhliða, því annars verður hún
eins og haltur klár.
Mig langar til að vita, hvað þjer haldið að lögbergisganga sé.
Það er ekki greinilegt í Grágás og handritin eru ekki vel samhljóða
í þeim pósti. Af Eglu, kap. 83, og Fornmannasögum, II. bls., 172, sést,
að það hefir verið eins konar almenn formúla eða prósessíón, máske
á föstudaginn fyrra í þingi, samanber Grágás? En hvað gerðu menn
þá? Er það sama og þingsetningin? Eða er það áður en dómar fara
út? Það er eins og öllu sé þá niðurskipað frá Lögbergi, eða á Lög-
bergi, það er ekki gott að sjá. Á föstudaginn voru og lesin upp þíng-
sköp, máske á eptir Lögbergs-gaungunni; það er eins og hún sé fyrsta
og stærsta aðalformúla þíngsins?
Það er eins og goðar eigi að setja niður dómendur sína í hamra-
skarðinu um það leyti eða rétt á eptir að Lögbergis-gángan fer fram.
Hér er um lögboðinn stað að tala, sem er hafður til þarfa þingsins,
og svo er um fleira. Eg vildi við hentugleika fá að vita um þetta
lauslega.
Eg skrifa yður þessar línur til gamans, og til að benda yður á
hitt og þetta, sem þarf að athuga þessu viðvíkjandi.
Fyrirgefið þessar fáu línur.
Yðar vin
Sigurður Guðmundsson.