Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 48
48
íngar geta orðið, hvað þörf sé á að athuga eða ekki; eg hefi máske
sérskilda skoðun á því. Þar undir getur margt heyrt.
Á Þingvalla-fundinum hreyfðu Borgfirðíngar þeirri uppástúngu,
að þeir vildu byggja skýli á Þíngvöllum til fundarhalds, að mér skild-
ist, eins og hestarétt, klaungrað upp úr grjóti og torfi og tjaldað yfir,
fyrir það sem fengist. — Eg var kosinn í nefnd í því máli og leiddi
eg mönnum fyrir sjónir, hvað aðgæzluvert það væri, að byggja nokk-
uð á þeim stað, sem gæti orðið þjóðinni til vanvirðu, þar sem svo
margir ferðamenn kæmu, og var nefndin treg að fallast á það, en þó
félst hún loksins á mína uppástúngu. Eg sá að eg varð að miðla
málum, því margir voru á móti mér, og stakk eg því upp á, að menn
gérðu tópt úr grjóti, kalkaða, svo sterka, að hún væri ekki alltaf að
hrynja niður, og að það sem gert væri, væri að gagni, svo að menn
gætu hlaðið ofan á það og aukið það, ef menn vildu. Eg stakk uppá
að hafa tóptina kringlótta, líka að stærð og þær gömlu lögréttur, 16
álnir þvert yfir og 3'/2 al. til 4 á hæð, með sperrum yfir, sem allar
gengju upp í odd, og þar yfir mætti hafa eins konar hrauktjald til
bráðabirgðar og með hringbekkjum í kring, þá gæti það vel rúmað
200 manns. Okkar áætlun var, að þetta myndi kosta 12—14 hundruð
dali. Þetta þótti mönnum samt ókjör og mótmæltu menn mikið nefnd-
inni. Eg þóttist samt taka það minnsta til, sem hugsast gat, og hvað
úr þessu verður-, skal eg láta ósagt.
Þar var og hreyft nýju máli, sem þér sjáið af Þjóðólfi, um minn-
isvarða Ingólfs Arnarsonar; þar var eg ekkert við riðinn, en skoðanir
manna voru mjög einkennilegar fyrir þennan tíma og á hæfilegri
sundrung, sem einkennir íslendinga nú. Eins og þér víst búist við, þá
sá maður á höfuðleðrunum og axlaburði flestra, að þeir vildu flestir
ekkert þess háttar hafa, en þá sízt í Reykjavík. Sumir vildu byggja
hús á Þingvelli í minníng Ingólfs og hafa málaða mynd hans inní því,
eða sameina hús og mynd, án þess þeir vildu hugsa sér, hvernig það
ætti að vera. Aðrir vildu safna sjóð, mér skildist til að styrkja ís-
lendinga í sáluhjálparefnum, eða til einhvers, sem til þyrfti að taka.
Sumir held eg hafi hugsað um uppástúngu Halldórs Fr., en svo að
segja aungvir um það sem hér átti við. — Eg segi frá þessu í þeim
tilgangi, að þér vitið hugsanir manna í þessu efni, því mér finnst að
þetta mál sé í alla staði þess vert, að því sé gaumur gefinn, bæði
sögulega og iþróttlega. Og þið þarna ytra getið varla leitt hjá ykkur
að segja álit ykkar á þessu máli, annaðhvort í líka stefnu og áður
hefir verið hreyft eða þá öðruvísi. Mína skoðun á málinu sjáið þér
að mestu leyti í ritgjörðinni No. 2 í Þjóðólfi, sama efnis, en í þeirri
þriðju, ef Halldórs er meðreiknuð. — Seinustu No. af íslending sýna