Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 49
49 bezt hvaða ærsl og busl er komið á menn; menn vilja nú sundra öllu, hafa tvo skóla, og þar af Ieiðir 3—4 biblíótek, 2 biskupsstóla, 2 prent- verk, þíng á Þíngvöllum (og prentverk?) Alt geingur út á, að ekkert sé í Reykjavík og að öllu sé sundrað, svo engin dáð sé í neinu; þessi skaðlega stefna er því miður of algeng. Það gleður mig mikið að heyra, að þér hafið talað við gamla Thomsen, og allra helzt, ef menn geta gert sér nokkra von um að hafa nokkuð upp úr því, því safnið þarf þess sannarlega með, að sem flestir styrki það. Og það held eg miði til góðs. Við höfum tekið okkur til og skrifað Thomsen og sendum yður það. En eg hefi neyðst til sjálfur að semja það á íslenzku og láta útleggja, og verður það því ekki eins stutt og sláandi og óskandi væri, því eg er óvanur þess háttar. En mér fanst nauðsynlegt að drepa á ástand safnsins, og hve- nær það var stofnað, og af hvaða ástæðum helzt var þörf á því, og hvaða hætta er búin öllum fornmenjum, sem hér eru og hér finnast, og hvað við helzt þurfum frá þessum 2 tímabilum. Þó að þetta sé allt ófullkomnara en vera skyldi, þá treystum vér því, að það dugi, ef þér mælið fram með því, ef annars nokkuð dugar, því Thomsen fer víst ekki að rekast í formgöllum á prívat-bréfi, ef meiningin væri rétt. Hvað Hauksbókar-blöðunum viðvíkur, þá er eg alveg hissa á, að þér skulið halda að eg muni láta þau af hendi, eða nokkuð annað af því sem landsmenn hafa trúað mér fyrir að geyma, því að það vildi ekki einúngis skerða traust landsmanna á mér sem öðrum forstöðu- manni safnsins, heldur gæti það líka vakið þá skoðun hjá almenníng, að eingu væri meir óhætt á safninu en annars staðar, og fyrir slíkt gætu margir menn hér (og þó einkum stiptsyfirvöldin) stránglega krafið mig til reikningsskapar, og er mér það ekki betra. Sé skylda Á. M. nefndarinnar, að heimta blöðin af oss, sem óvíst er, þá liggur sú sama skylda á oss af sömu ástæðum, að verja þau, og kemur oss ekki við, hvort heldur stjórnin eða Á. M. nefndin gerir það, að heimta þau, því það getur sá einn gert, sem getur sannað, að hann hafi rétt á því. Að mér var eingin launúng á, hvaðan eg héldi að blöðin væru komin, sýndi það, að eg sagði strax álit mitt um það í skýrslu minni um safnið; enda var það óhætt, því safnið hafði frjáls- lega fengið þau, og þeir sem gáfu safninu þau, og faðir þeirra, og hafi hans orðum verið trúandi, þá hafa blöðin verið komin híngað til lands laungu fyr en fyrir 40 árum. Og þurfti því ekki Guðbrandur að koma með það í blöð sem neina nýúng, hvaðan hann héldi að blöðin hefðu sinn uppruna, og sem eg heldur ekki skil, til hvers átti að setja í blað, nema óbeinlínis til að meiða oss og safnið, eða til að 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.