Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 70
70 13. Reykjavík 7. Apríl 1870. Háttvirti, góði vin! Eg kann ekki við annað en að skrifa yður fáar línur eins og vant er, þó allt sé hér fremur dauft og dýrðarlítið og óvanalega lítið efni til að skrifa um. Um forngripasafnið er það að segja, að nú erum við búnir að byggja herbergi fyrir það frammi á kirkjuloptinu, sem er 9 áln. á lengd, c. 8 áln. á breidd og c. 5'h á hæð. Því er skipt í þrent; í stærsta herberginu eru hengd upp gömul tjöld allt í kríng að ofan (reflar) og tjald þar í niður frá; þar eru settar upp 2 gamlar stoðir, 5 álna lángar, allar útskornar; þar er gamli stóllinn á milli; þar eru og gamlir skápar og margt inventarium, kirkjumerkið, útskorið dyratré, og þar yfir 2 ljón, sem halda merki milli sín, hurð 3 áln. 16” á hæð, með fornum lömum, sem kvíslast um alla hurðina, hurðarhríngurinn silfursmeltur og plat- an undir honum og kríngum skráargatið. Þegar maður sér þetta sett upp í reglu, þá finst mér, að maður hafi miklu glöggvari hugmynd um okkar gömlu húsakynni en eg hefi áður haft. — í næsta herbergi er sett upp gamalt rúm með rekkjurefli og ábreiðu yfir; þar hjá standa hillur, alls konar áhöld, kniplskrín, kistlar, treflastokkar, treflaöskjur, spónastokkar etc. Þar á að koma stór skápur með búningum frá 18. öld. — í þriðja herberginu er mest af ýmsu smávegis, vopn og þess konar; ennþá hefi eg vegna plássleysis orðið að láta púltin standa hér og þar, sem eg hefi bezt getað. Þetta hefi eg nú gert í vetur. Helmíngurinn af safninu var áður pakkaður niður í kassa, svo ómögu- legt var fyrir mig að komast að því til að skrifa um það framhald af skýrslunni, en eptir að herbergið var búið (sem eg líka varð að hafa umsjón með), þá hefi eg haft fullt í fángi að koma öllu fyrir, og það er enn ekki nærri búið, því eg þarf nú að arga í smiðunum að fá smíðaða skápa og margt fleira fyrir safnið, til þess að það verði sýnt, því annars getur það ekki fengið álit hjá alþýðu né útlendum, sem er það mesta lífsspursmál fyrir safnið. Byggíngin kostaði safnið 88 rd. og við voruin komnir í 43 rd. skuld, því það varð annað hvort að bogna eða bresta, enda hefir sú vogun okkur orðið happasæl, fyrst stjórnin lét undan. Þessir 500 rd. er góður styrkur í bráðina til að koma á góðum rekspöl, og vernda það sem komið er. Ekki veit eg, nær eg get komizt að að semja skýrsluna; eg álít, þó það sé mjög nauðsynlegt, að það sé þó enn nauðsynlegra að reyna að koma því sem bezt fyrir, sem komið er, svo það verði sýnt. — Það er gömul hús- eða skála-mynd í Bestiarius eða myndabók- inni í Á. M. safninu. Mig lángar til að fá að vita, hvort það sést í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.