Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 82
82 göngu í Þjóðólfi, því hér held eg að sé of mikið byrjað aptan frá. Eg efast ekki um, að stúlkur- geta lært í Reykjavik forfínelsi og að vera óþjóðlegar; þvi miður er enn mest af því; en fátt held eg þær læri hér sér til verulegs gagns; að minnsta kosti mun verða svo mikið af ógagninu, að það standist á kostnaður og ábati. í öllu falli verður örðugt að teyma alla þjóðina híngað, og það mun verða til lítils gagns eins og stendur. — Handverksmenn eru dálítið að klóra í bakkann. Þeir hafa aukið sjóð sinn í vetur, svo hann er orðinn 1000 rd. — Tómthúsmenn eru, eins og eg gat um síðast, andlega og líkamlega í skítnum. Þeim er varla viðhjálpandi eins og stendur, því þeir láta Jón í Hákoti (sem nú er afdánkaður) og Jón Guðmundsson og hans legáta teyma sig í eilífar ógöngur og vitleysur. Eg var orðinn hrædd- ur um, að þeir mundu undirgrafa bæði þjóð og þíng, en flesta of- hasaði svo af heimsku þeirra, að þeir vildu ekki nota sér af henni þjóðinni í óhag, þó þeir mundu hafa getað það og viljað. Hér eiga að komast í gáng kappsiglíngar. Það er samt ekki tómt- húsmönnum að þakka. Mér er 1il efs, að það verði nokkuð gagn af því, eins og það er stofnað, allra helzt ef ekki verður reynt nema 1 siglíngarlag (spritsiglíng), sem efasamt er, hvort þá er sú bezta, sem orðið gæti. Látum sjómennina um það. Hér hafa verið haldnir fyrirlestrar í vetur í sögu, landafræði og náttúrufræði og trúarsögu, einkum fyrir handverksmenn og tómthús- menn, og það hefir þá verið allvel sótt. Þetta er gott og nytsamt. Slæmur er Gröndal. Eg er alveg á yðar máli, að eins stórkost- legar vitleysur geti varla gjört okkur neinn verulegan skaða. Eg held ekki að alþýða sé svo spillt (þó er ekki að vita). Þó maður skrifaði háðgrein um hann, þá eru ekki tiltök að fá það í blöðin, því þér sjáið, að bæði Þjóðólfur og Norðanfari fylgja alveg sömu reglum og eru lítið eða ekkert betri. Það er auðséð, að það vantar Baldur. Þó illur væri, þá var hann þó skárri. Það er ósköp að sjá slík blöð, og svo mikið er víst, að ef þjóðin þolir þau öllu lengur, þá er hún spilltari en sjálfir blaðaskröggarnir. Hér er nú talað um að gefa út blað og þykir eg held öllum þörf á því. — Yður að segja, þá erum við ná- lægt 50 í þeim samdrætti, flest úngir menn. Maður verður að fara varlega, því þjóðin er svo óáreiðanleg og spillt af hinum fyrri blöð- um og fleiru, að hamingjan má vita, hvernig það gengur. Eg sendi yður eitt boðsbréf. Ef að hér væri frjáls prentsmiðja, þá væri gaman að gefa út íslenzka Gefn, tileinkaða Gröndal og stjórninni. Eg er viss um, að það gæti orðið bragð að L heptinu, því hér eru að flækjast ýms kvæði og vísur um stjórnina og Dani, Berg og biskup, og eg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.