Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 88
88
er; það er líka það eina. — Alls staðar úr landinu er nú allt gott að
heyra. Verzlunarsamtökin aukast á Norður-, Austur- og Vestur-landi,
en hér syðra er allt í dái.
Fyrirgefið þessar Iínur.
Yðar
Sigurður Guðmundsson.
22.
Reykjavík 17. Október 1872.
Háttvirti, góði vin!
Eg þakka yður innilega fyrir sendínguna, sem eg fekk í gær hjá
Jóni Guðmundssyni. Það kom í góðar þarfir, því hér er allt pínt og
kvalið, og eilift áhugaleysi, sem von er, því flestir af þeim heldri
hugsa ekki um annað en að kýla vömb sína — eg fer ekki meira
út í það —. Eg hafði nærri glatt mig yfir að þið væruð búnir að ná
í kvæðasafn Jóns Árnasonar; betur eg hafi ekki glatt mig allt of
snemma. Eg er enn dauðhræddur um, að hann sé að reyna að
pránga því í Englendínga fyrir meira verð. Hann er allt af eins og á
glóðum, um að hann fari á hreppinn; það er ekki einleikið; eg held
að það sé sjúkdómur; — stíngið þér hjá yður —. Það væri mjög
hörmulegt, ef slíkt skyldi ske, og það á þessum tímum, því það
dregur margfaldan dilk á eptir sér; að safna þannig með oddi og
egg fornmenjum um allt land, til að pránga því í útlenda, eyðileggur
alveg alla tiltrú landsmanna til allra einstakra manna, sem safna
bæði fornmenjum og gömlum prentuðum bókum; og hamíngjan má
vita, í hvaða tilgangi þeir safna sumir, sem nú eru að safna. Svo
mikið er víst, að það mundi fjarskalega skaða forngripasafnið, því
aldrei vantar tortryggni og áhugaleysi landsmanna; — og hvað mundi
þá verða, þegar helztu mennirnir, sem þeir hafa treyst, gefa tilefni
til slíks. Það er fjarskinn allur, hvað enskir reita landið af fornmenj-
um; eg veit ekki þriðjunginn, því þeir sem pránga með þess háttar
leyna mig því sem mest þeir geta. Það eru því þau allra-seinustu
forvöð að safna öllum fornmenjum, bókum, þjóðsögum, einkum æfin-
týrum, um örnefni í sögunum og um marga hætti manna etc., en
slíkt er ekki hægt nema með peníngaafli; og dragist það, þá er megn-
ið af því eyðileggingu undirorpið. Eg get varla hreyft mig, því pen-
ingar safnsins eru á förum, enda heldur stiptamtmaður í þá, allt
hvað hann getur, því hann býst víst við, að við leitum enn á ný til
þíngsins, og það þarf sannarlega að gera. — Hér er fjarska mikið af