Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Síða 91
91
verið. Það væri vert að gæta að, hvort ekki sæist votta fyrir eins
og mjórri ræmu, sem héngi frá kverkinni og ofan að hné að framan,
eða neðar. Það hneykslar mig að sjá slörið og barba þvert yfir hök-
una, alveg eins og á nunnu, og sloppinn lika líkan, með eins og
uppslögum; það getur ekki verið almennur búníngur.
Víst er um það, að eg hefði viljað styrkja Þjóðvinafélagið, það
sem eg get, en minn kraptlausi vilji megnar sama sem ekkert, og
síst hér, en Norðlendínga þarf eg ekki að minna á það, að eg held;
að minsta kosti held eg að Skagfirðíngar séu ekki eftirbátar í því
efni, og þá gæti eg helzt verkað á. Hér eru menn vit- og vilja-lausar
skepnur í öllu, eða roðatikur embættismanna og búðarloka. Enga rit-
gjörð hefi eg tilbúna í neina stefnu, og allra síst pólitík. Eg hefi að eins
söfn til ritgjörða um ýmislegt, einkum fornfræðilegt, t. d. búnínga og
þess háttar, sem setja mætti saman i góðu næði. Líka hefi eg allt af
verið að tína saman sitt hvað um Þíngvöll, og við og við fengið
sitt hvað, þó smátt sé; því er safnað sér i hylki; það þyrfti nauðsyn-
lega að setjast saman í eitt. — Allar bjargir eru hér bannaðar og
skrælíngjaskapurinn svo mikill, að því getur enginn ærlegur maður
trúað!! —
Þegar eg loksins get haft herbergi út af fyrir mig, sem eg ekki
hef getað áður haft, verður maður líklega að sitja allan veturinn
í kulda og, ef tii vill, ljóslaus, því bærinn er alveg kolalaus og þegar
mólaus; — menn mega, ef til vill, þakka fyrir, að það verði soðið,
sem sjóða þarf. Hvort nokkur ögn af steinolíu fæst flutt híngað, er
óvíst. Hér er sem sagt versta ástand í öllu. — Steinvopnunum hefi
eg komið öllum fyrir í skáp sér, sem eg ætlaði varla að fá efnið í
né gler i. Nú er eg kominn í stökustu vandræði með safnið, því
herbergisrúmið er gjörsamlega þrotið. Það mætti pakka saman þaf
lakasta, ef pláss væri til að geyma það í, en það vantar lika. Hér
þarf eitthvað að gera; — sjáum nú hvað pólitíkin gengur. — Hvað
sem því líður, þá vona eg samt, að skýrslan komi út í vor. Það er
lífsspursmál safnsins, ef ekki á að deyja út allur áhugi alþýðu á því.
Eg veit, að yður er farin að Ieiðast þessi vandræða-vella, sem
eg vildi óska, að ekki hefði ofmikla ástæðu.
Forlátið miðann.
Yðar vin
Sigurður Guðmundsson.
Hér er allt slegið í dúna-Iogn; pólitik heyrist ekki nefnd; það
lízt mér ekki á. Það er eins og allir hafi oftekið sig með gauragang-
inum í vor. Betra minna og jafnara. (S. G.)