Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Síða 102

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Síða 102
102 styrktarmönnum safnsins. II. kom síðar í viðbót og enn síðar þriðja heftið, sem Sigurður Vigfússon samdi og Reykjavíkur-deild Bókmentafélagsins gaf út. Svo féll það þarfa útgáfufyrirtæki niður. — Sbr. enn fremur næsta bréf (nr. 7). 7. Bls. 55. Um Hafurbjarnarstaðafund er skýrsla á bls. 67—78 í Skýrslu um Forngrs. II. — BIs. 56. »Baldri hinum góða«, þ. e. Baldur, mánaðar- og hálfs- mánaðar-blað; kom út 1868— 70. Skýrsla (séra S. B. Sivertsens á Útskálum) »um dysjarnar á Hafurbjamarstöðum« er i I. árg., 6. tbl. Er þess getið þar til, að þarna hafi verið dysjaðir fylgdarmenn Kristjáns skrifara, þeir er Norðlendingar drápu á Kirkjubóli 1551. — Hildishaugur var (og heitir svo enn) fyrir austan Kirkjubæ á Síðu, sjá Kr. Kálund, Hist. Topogr. Beskrivelse, II., bls. 316—17, Árb. Fornlfél. 1894, bls. 19 (sbr. einnig 1888—92, bls. 67—68), og Skýrslu um Forngrs. I. , bls. 46 og 50. — »Atgeir, sem fannst í Skagafirði«; hann er nr. 585, fannst við vegargerð á Vatnsskarði og gefinn safninu af Jóni Árnasyni, bónda á Víðimýri, 6. júlí 1868. — Um Hafsteinsbúð sjá »Þegar Reykjavík var fjórtán vetra«, Safn til sögu íslands, V. b., nr. 2, bls. 53—54. Hún er nú hluti af verzlunarhúsi þeirra Johnsons & Kaabers við Hafnarstræti. Var kend við eigandann, N. Chr. Havsteen. — Um bygging Skólavörðunnar sjá Andvara XXXIII. ár, bls. 9—12, og Þjóðólf, XX., 45, sem þar er vitnað í. — »Skothúsið« stendur enn, er á horn- inu við Skothúsveg og Suðurgötu. — Hinn 8 álna álna breiði vegur »fram yfir öll túnin« er Vesturgata, vestari hluti hennar. — Vegir þeir sem nefndir eru neðst á bls. 56 og efst á bls. 57, eru nú lagðir niður að mestu, en sjást þó vel enn. Sigurður minnist en á þessa vegi í næsta bréfi, bls. 59. — Bls. 57. Ritgerð Br. J. kom út i Árb. Fornlfél. 1884—85. — Ingimundur krókur var Jónsson. — Bls. 58. Ingimundur dó (»varð bráðkvaddur«) 2. júlí; hann var þá 61 árs gamall. 8. Bls. 59. Vegurinn, sbr. bls. 56; þ. e. vegurinn yfir Skólavörðuholtið og suður á Öskjuhlið; sbr. 15. bréf, bls. 74 hér fyrir aftan. Suðaustan í holtinu var hann tekinn allur upp er þar var tekið grjót til uppfyllingar við höfnina, en norðvestan í hlíðinni var hann aflagður er gerður var annar vegur yfir hana austar, sá er nú er farinn; þó sést hinn eldri vel, og sömuleiðis hinn gamli reiðvegur, sem er milli akveganna. X. Bls. 60. »Vorsár«, þ. e. J. J. A. Vorsaae, forstöðumaður þjóðminjasafns Dana, um eitt skeið ráðherra, ágætur safnamaður og visindamaður, f. 1821, d. 1885; hann tók við stjórn safnsins (Oldnordisk Museum) eftir C. J. Thomsen 1865. — Strunk, þ. e. Chr. Ad. Fr. Strunk, safnamaður, f. 1816, d. 1888. Varð »inspektör« við Oldn. Mus. 1866, en starfsmaður við það 50 ár alls. — Útdrátturinn úr »cata- logum« safnsins var aldrei gerður, — fyr en að eg gerði lýsingar á íslenzku gripunum í safninu 1918. — Fornleifalýsingar Jónasar Hallgrímssonar eru í handrs. J. S. í Landsbs. 123—126 4to. — »300 rdl.«; forstöðumenn Forngripa- safnsins sendu alþingi 1867 bænarskrá um styrk, og alþingi konungi. Afsvar var ekki komið er Jón skrifaði þetta vor, en kom næsta sumar; sbr. Árb. Fornlfél. 1912, bls. 6—7. — Bls. 61. »Ármanni«, þ. e. tímaritinu »Árm. á alþingi«. — Rektor, þ. e. prófessor Bjarai Jónsson; hann dó í Höfn 5 dögum eftir að þetta bréf var skrifað. — »Vísur Bjarna skálda«, þ. e. Aldasöngur; sjá um hann í ritinu »Menn og menntir« eftir Pál E. Ólason, III., 757, og IV.; þar er gerst sagt frá Bjarna, bls. 707—728.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.