Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Síða 108
Skýrsla.
I. Aðalfundur 1929.
Hann var haldinn í lestrarsal Þjóðskjalasafnsins laugardaginn
5. október, kl. 6 síðdegis.
Formaður minntist 4 félagsmanna, er Iátist hafa síðan aðalfundur
var haldinn í fyrra, þeirra próf. Hjálmars Falks, Halldórs Briems, Jóns
Guðmundssonar á Ægisíðu og Þórarins G. Árnason í Miðhúsum í
Reykhólasveit. — Tóku fundarmenn undir það með því að standa upp.
Formaður skýrði frá framkvæmdum félagsins á liðnu ári og gat
þess um leið, að árbók þessa árs væri nær því fullprentuð. Gat hann
þess enn fremur, að ritgerð eftir Margeir Jónsson um bæjanöfn í
Eyjafjarðarsýslu yrði fylgirit með árbók þessa árs. Síðan skýrði hann
frá fjárhag félagsins og las upp reikning þess.
Þá voru kosnir embættismenn félagsins, stjórn, endurskoðendur
og varastjórn; voru þeir allir endurkosnir, er verið höfðu: Formaður
Matthías Þórðarson, skrifari Ólafur Lárusson, féhirðir séra Magnús
Helgason; endurskoðendur Sigurður Þórðarson og Eggert Claessen;
varaformaður séra Magnús Helgason, varaskrifari dr. Páll E. Ólason
og varaféhirðir Pétur Halldórsson. — í fulltrúaráð voru þeir þrír
endurkosnir til 4 ára, er úr skyldu ganga að lögum: Dr. Hannes
Þorsteinsson, dr. Páll E. Ólason og Ólafur Lárusson.
Formaður minnti á það, að 8. nóv. næstkomandi væri félagið
50 ára gamalt, og kvað fulltrúaráðið leggja það til, að félagið hefði
samkomu þann dag. Var fundurinn því samþykkur og gat formaður
þess þá, að fulltrúaráðið myndi ráðgast um hvað gert skyldi til hátiða-
brigða þann dag.
Þá leitaði formaður álits fundarmanna um það, hvort félagið ætti
að ráðast í útgáfu hinna gömlu sýslulýsinga og sóknalýsinga. Urðu
nokkrar umræður um það mál og starf félagsins í framtíðinni yfirleitt.
Var engin samþykkt gerð á fundinum í þessa átt, en málinu vísað
til fulltrúaráðsins til frekari athugunar.