Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 13
TÁ-BAGALL FRÁ ÞINGVÖLL]M
17
7. mynd. Drumhallagh-
steinninn írski, þar sem
sýndir eru tveir kirkjumenn,
annar með venjulegan
bagal, hinn með tá-staf. Úr
F. Henry: Irish Art I. —
The Irish Drumhallagh
stone with a presentation of
two clerics carrying differ-
ent kinds of crosiers.
Af írsku göngustafsgerðinni hafa varðveitzt nokkur dæmi og sum
frábær að listrænni skreytingu og oft nefnd í umræðum um írska stíl-
þróun.13 Stundum eru það þó fremur bagalhylkin en baglarnir sjálfir
sem eru með íburðarmiklu listrænu verki. En auk þessara göngustafs-
bagla voru einnig til á Irlandi tá-baglar, einnig Skotlandi. Frangoise
Hemy segir, að þeir sjáist oft á skozkum myndsteinum.12 Einnig
írskum, og er myndsteinninn frá Drumhallagh gott dæmi til að sýna
(7. mynd), hvernig írskir kirkjumenn á 8. öld báru ýmist göngustafs-
bagal eða tá-bagal, því að þar eru á sama steini tveir kirkjumenn, hvor
með sína gerð af bagli.13 Hið sama sést einnig harla vel á frægum
steinkrossi frá Kilfenora (8. mynd).14 Gott dæmi um írskan tá-
bagal er á hinum fræga Ritninga-steinkrossi frá Clonmacnoise, þar
sem Matteus guðspjallamaður sést með tá-bagal í knjám sér (9.
mynd).15 frskir göngustafsbaglar hafa varðveitzt þó nokkuð margir,
eins og þegar er sagt, en aftur á móti hefur aðeins einn írskur tá-
bagall varðveitzt, og mun hann vera frá 11. eða jafnvel 12. öld. Það
er hinn frægi tá-bagall frá Kilkenny (10. mynd).10 Hann er steyptur
úr bronsi, yfirleitt sléttur, en báðum megin eru dýrshausar, algjör-
2