Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 20
24
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sá er hér var biskup og menn ætla að sé sá hinn sami er biskup varð
í Lundi og dó þar úr drykkjuskap 1066, en víst er ekki að þetta
sé sami maður. Loks er svo Kolur biskup, sem Hungurvaka nefnir
á dögum Isleifs biskups; hann dó hér og var grafinn í Skálholti,
hefur verið hér sem gestur.
Hér hafa þá verið nefndir þrír trúboðsbiskupar útlendir, sem
hugsanlega gætu verið eigendur Þingvallabagalsins. Og eru þá
enn ótaldir fimm farandbiskupar, episcopi vagantes, sem Ari nefnir
svo: Örnólfur og Goðiskálkur og þrír ermskir, Petrus og Abraham
og Stephanus. Þessir biskupar voru hér innan tímamarkanna 1056-
1072, frá því er Isleifur var vígður og þar til Aðalbert erkibiskup
andaðist, en hann hafði séð til þess, að sögn Hungurvöku, að biskupar
þessir væru látnir fara héðan. Isleifur biskup átti í höggi við þessa
biskupa, því að þeir kepptu við hann um hylli fólks, og honum tókst
að koma þeim úr landi. Ekkert er annars um þá vitað, en tveir hinir
fyrstnefndu hafa eftir nöfnum að dæma verið þýzkir, en þeir sem
ermskir eru kallaðir, sennilega frá Ermlandi (Ermeland, Warmia)
við Eystrasalt, eins og Magnús Már Lárusson hefur gert líklegt.25Tel-
ur hann að þessi aðskotadýr hafi verið grísk-kaþólskrar trúar. Ann-
ars er engin þörf að fjölyrða um þessa menn hér. Víst er að þeir
hafa verið hér á landi á dögum ísleifs biskups, og úr því að þeir
kölluðu sig biskupa, hafa þeir án efa farið með biskupleg tignartákn.
Tá-bagallinn á Þingvöllum gæti verið úr eigu einhvers þessara manna.
Það er kannski í einna beztu samræmi að biskuplegt hefðarteikn,
sem týnzt hefur eins og fánýti úti á víðavangi, hafi einmitt verið
í eigu útlends farandbiskups, sem var hér í ónáð og að lokum flæmd-
ur brott með erkibiskupsbanni.
Svo má þó ekki skilja, að hér sé ætlunin að leggja sérstaka áherzlu
á að farandbiskuparnir hafi átt þennan hlut. Möguleikarnir eru
þessir: ísleifur biskup sjálfur, trúboðsbiskuparnir, farandbiskup-
arnir. Gildi hlutarins er svo hið sama, hver sem átt hefur. Hann
bregður upp mynd úr íslenzkri kirkjusögu á fyrsta skeiði, hann
fyllir að sínu leyti upp í norræna menningarmynd síns tíma, hann
er eini tá-bagallinn, sem varðveitzt hefur á Norðurlöndum.