Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 103
SUMARDAGURINN FYRSTI
107
fjarðardjúp, nyrzt í Strandasýslu og í Eyjafirði, sperðlar í Austur-
Húnavatnssýslu og Eyjafirði, kjötsúpa á Vestfjörðum, sviðasulta
og rófustappa á Snæfellsnesi, svartfugl í Strandasýslu, skyr og
rjómi í Skagafirði, sundmagi í Héðinsfirði, sætsúpa í Suður-Þing-
eyjarsýslu, kálfasteik og rúllupylsa í Rangárvallasýslu og saltaður
lax í Hreppum. Athyglisvert er, að kartöflur voru sérstaklega geymd-
ar til þess arna í Suðursveit og vel verkaðir fiskar í S. Þingeyjar-
sýslu og kallaðir sumarmálafiskar. Sýnir þetta vel, hversu gæði
matar eru afstæð eftir tíðni hans.
Af öðrum drykk en kaffi er getið um kakó eða súkkulaði með
rjóma, og er það nokkuð dreift um landið, en á Vestfjörðum er
auk þess nefnd mjólk með kandís. Fyrir utan lummur og pönnukök-
ur eru sem meðlæti oftast nefndar kleinur og jólakökur eða kökur
almennt, rúsínubrauð í Staðarsveit, rúsínubollur á Héraði og vöffl-
ur á Rangárvöllum. Auk þess er mjög oft einfaldlega sagt frá
brauði og smjöri, rúgbrauði eða hveitibrauði, og laufabrauði í
Hegranesi.
Þá er komið að þeim bakstri, sem einkum er sérstakur fyrir þessa
hátíð, en tíðkaðist einnig um jól og/eða nýár. Það eru hinar svo-
nefndu sumardagskökur, sem voru stórar og þykkar eldbakaðar
flatkökur úr rúgi, sem ofan á var raðað sumardagsskammti þeim,
er fólkinu var gefinn. En í honum fólst það, sem þegar hefur verið
nefnt: smjör, hangikjöt, magáll, lundabaggi, riklingur, rafabelti
o. s. frv. eftir efnum og ástæðum. Mönnum kann að vaxa nokkuð í
minningunni stærð þess, sem þeir kynntust í bernsku, en furðanleg
samsvörun er þó í lýsingu þessara kakna. Menn segja þær ýmist
hafa verið á stærð við meðalpotthlemm eða þeir eru nákvæmari og
segja þær um 30 sentimetra eða hálfa alin í þvermál og um hálfan
þumlung eða 2 sm að þykkt, en það eru vissulega allgerðarlegar kök-
ur. Sumarkökusvæði það, sem í þessari athugun birtist, virðist ná
frá utanverðu Snæfellsnesi um Skarðsströnd og síðan báðar Barða-
strandarsýslur og fsafjarðarsýslur, svo og Strandasýslu suður að
Hrútafirði. Það virðist ekki ná til innsveita í þessum sýslum, hvað
sem veldur. Annars staðar á landinu, svo sem á Mýrum og Vatnsnesi,
í Skagafirði og Eyjafirði, á Héraði, í Suðursveit og Mýrdal er að
vísu getið um glóðarbakaðar flatkökur, en þær sýnast ekki hafa
verið öðruvísi eða stærri en endranær. Strax og kemur austur fyrir
Hrútafjörð, taka menn að nefna pottbrauð í staðinn fyrir sumar-
dagskökur. Ýmist voru pottbrauðin bökuð á plötu eða hellu yfir hlóð-
um ellegar vel sléttaðri glóð, stundum mótuð á brauðmóti með út-