Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 55
BÓKBAND GUÐMUNDAR Á MINNA-HOFI
59
sál. liggur sem bónda og iðnaðarmann: Þegar hann um vorið 1836
tók við jörðinni eftir föður sinn, var þar hvorki neinn jarðeplagarð-
ur né túngarður, túnið lítið, í óhirðingu, bæjarhús og útihús hrör-
leg. En þótt hann væri fátækur og einyrki, var svo langt frá því,
að hönum yxi í augum að byrja á endurreisn þessa óðals langfeðga
sinna, að hann þá þegar tók til með frábærri atorku og hagsýni að
byggja það upp og reisa úr rústum. Er það skjótt yfir sögu að fara,
að í þau 30 ár, sem hann bjó á Minna-Hofi, umgirti hann túnið með
snilldarlega hlöðnum og þráðbeinum sniddugarði, 600 faðma löng-
um, og var með í ráðum og verki eftir að hann brá búi að framhalda
hönum fyrir engjarnar á þann bóginn, sem búsmali sækir helzt á
þær, og hefur það mjög bætt engjarnar.
Bæinn reisti hann allsnotran, ásamt öllum húsum. Hann byggði
fimm stóra jarðeplagarða og hafði þá til skiptis ár hvert fyrir róf-
ur og jarðepli. Hann leitaði eftir mótaki og fann það gott og mikið
við Rangá, skammt frá bæ sínum. Túnið sléttaði hann víða. Eftir
hans dag var það að miklu leyti slétt og fullum þriðjungi stærra en
þegar hann tók við jörðinni og í beztu rækt. Vorið 1853 lét hann taka
brunn, 18 álna djúpan, þar af 11 álna berg, vegna þess, að vatns-
sókning var óhæg, einkum á vetrum, þar eð brött brekka var á leið.
Jörðin var undirorpin forardýjum, er fénaður drap sig í á vorin,
þegar grænka tók. Ekki hætti Guðmundur fyrr en búið var að ráða
bót á þessu, sumsstaðar með því að gera dýin að tjörn, aftur á móti,
þar sem svo hagaði til, að ræsa þau fram og þurrka. Á yngri árum
sínum hafði hann byssu sína með sér og var hinn vissasti skot-
maður.
Þegar sláttur var úti ár hvert, tók Guðmundur jafnan til iðju sinn-
ar við bókbandið. Hafði hann venjulega nóg að starfa allan veturinn
með útigegningum. En ef sú vinna þraut, fann hann ætíð uppá að
búa til ýmsa gripi, svo hann eigi væri aðgjörðalaus, t. d. bréfaveski,
öskjur, stokka o. s. frv.4 Einnig smíðaði hann í tómstundum sínum
flestöll þau verkfæri, sem til bókbands þurfa. Þar á meðal gróf
hann hátt á annað hundrað bókbandsstimpla og rullur, að mestu
leyti af eigin hugviti, og þykir það öllum, er séð hafa, vera hið mesta
snilldarverk og ekki standa á baki útlendu smíði. Líka gróf hann
grafletur á 7 líkkistuskildi, og þótti það einnig ágætlega gjört. Hann
var vel hagur á tré og smíðaði að miklu leyti sjálfur bæ sinn að
innan og búshluti þá, er úr tré voru. Sömuleiðis gat hann brugðið
fyrir sig járnsmíði, þegar á þurfti að halda. Á vetrum flutti hann
bækurnar að sér og frá, alltaf gangandi, enda var hönum mjög