Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 66
70
ÁHBÓK FOHNLEIFAFBLAGSINS
2. Svipað verk er á skrautbekkjum spjalda á spurningakveri Guð-
rúnar Hermannsdóttur prófastsfrúar á Breiðabólstað í Fljóts-
hlíð, nema hvað gylling er þar að nokkru í stað blindþrykking-
ar og gyllingin svo vel varðveitt, að líkt er og hún sé nýgerð.
Skrautfletir eru engir á miðju spjalda, en í þeirra stað fanga-
mark eiganda, G. H., og ártal, 1875. Á kili eru gylltar skraut-
fléttur ofan og neðan við bókarheiti. Kverið er nú í eigu frú
Ingunnar Thorarensen. Guðmundur á Minna-Hofi gaf börnum
Hermanns Johnssons sýslumanns á Velli spurningakver þeirra
bundin með þessum hætti og lét þess getið, að börn löðuðust
fremur til þess að læra vel og sýna bókum sínum sóma ef þær
væru fallega innbundnar.
3. Mun eldra band er að líkindum á Vídalínspostillu (útg. 1776) í
eigu Þjóðminjasafnsins, sem ber þar safnnúmer 7543. Mikil
gylling er á kili, bókarheiti, fangamörk, rósabekkir og skraut-
rós, sem þrykkt er í þrjá reiti. Fangamörkin, L.G.S. og
M.E.D., benda til þess, að bókin hafi verið í eigu hjóna, er hún
var bundin inn, sem ætla má, að hafi verið um 1850. Síðar hefur
hún væntanlega komizt í eigu Helgu Jónsdóttur á Hnausum í
Meðallandi, og ber því vitni áletrun, sem límd er á saurblað:
Helga á Hnausum, Meðalandi, borgað lrd. 32 s. L.G.S., M.E.D.
Samanburður skreytingar á bókbandi við handrit Guðmundar
bóksala frá 1902 leiðir í ljós, að þetta er verk Guðmundar á
Minna-Hofi.c
4. Svipað verk og þó meira í borið er á Mynsters hugleiðingum
(útg. 1839, Khöfn) í eigu Sigurðar Tómassonar á Barkarstöð-
um í Fljótshlíð.
5. I eigu Hjörleifs Jónssonar frá Giljum í Mýrdal er Biblíukjarni
sr. Kjartans Einarssonar í Holti undir Eyjafjöllum (útg. 1853)
í skrautbandi forkunnargóðu. Framan á bókina er gyllt nafn
eiganda, en aftan á hana er gyllt ártalið 1862. Hefur sr. Kjart-
an verið 6 ára, er honum var gefin bókin, væntanlega af afa
hans og fóstra, sr. Kjartani Jónssyni í Ytri-Skógum. Hiklaust
má telja bandið verk Guðmundar á Minna-Hofi.
6. I eigu Þorbjargar Halldórsdóttur frá Strandarhjáleigu í Land-
eyjum er Nýja Testamenti (útg. 1851, Rvk.) úr eigu föður
hennar, Halldórs Guðmundssonar, óvenju vandað eintak og
fagurt, bundið af Guðmundi á Minna-Hofi, og hefur nafn hans
fylgt því frá byrjun. í gyllingu á kili er bókarheitið með gotn-
esku letri og glæsilegar gylltar skrautfléttur ofan og neðan við.