Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 128
132
ÁREÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sem handhægast í notkun. í þessu sambandi má geta þess, að rætt
hefur verið um að koma á nokkurri samvinnu milli Þjóðháttadeildar
og Orðabókar Háskólans, því að Þjóðháttadeildinni berst einatt
nokkur athyglisverður orðaforði í svörum og bréfum, en orðabókin
fær oft upplýsingar um þjóðhætti í orðaskýringum bréfritara sinna.“
Örnefnastofnun.
Með bréfi hinn 23. júní stofnaði menntamálaráðuneytið nýja deild
í Þjóðminjasafni, Örnefnastofnun, sem ljúka skal söfnun og endur-
skoðun örnefna þar sem það er enn eftir og framkvæma örnefna-
rannsóknir. Yfirmaður þessarar deildar er Þórhallur Vilmundarson
prófessor, sem áður hefur unnið að örnefnarannsóknum.
Örnefnastofnun var fengið húsnæði í vesturhluta hússins, þar sem
Raunvísindastofnunin var til skamms tíma til húsa. Þar fékk hún
þrjú prýðisgóð vinnuherbergi, ásamt forstofuherbergi og rúmgóðum
gangi, og einnig hefur stofnunin afnot af eldtraustum klefa.
Húsnæði þessu hafði þó ekki verið komið í það horf um áramót,
að starfsemi væri hafin þar.
Sýningar og a'ðsólcn.
Safnið var opið fjóra daga í viku kl. 13.30—16.00 nema mánuð-
ina júní—ágúst, er það var opið á hverjum degi á sama tíma. Er
þetta sama fyrirkomulag og verið hefur undanfarin ár.
Safngestir voru 32261 á hinum reglulega sýningartíma, og eru þá
einnig taldir farþegar á vegum Loftleiða, sem komið er með í safnið
einnig þá daga, sem það er annars lokað. Var í skýrslu síðastliðins
árs skýrt frá fyrirkomulagi við þær heimsóknir. Eftir bókum safns-
ins hefur safngestum fækkað frá því sem var árinu áður, en skýring-
in er sú, að í ljós hefur komið, að á síðustu árum hefur tala safn-
gesta verið talsvert ofhá vegna ónákvæmrar talningar. Hins vegar
virðist svo sem aðsókn fari alltaf stöðugt vaxandi frá ári til árs.
Hjörleifur Sigurðsson listmálari sá eins og undanfarin ár um
heimsóknir nemenda úr framhaldsskólum í Reykjavík og nágrenni
í safnið og skoðuðu 1578 nemendur safnið undir leiðsögn hans. Skráð-
ir gestir í safninu eru því 33839 talsins, en auk þess er alltaf tals-
vert um gestakomur utan sýningartíma, sem ekki eru skráðar.
Safnið hafði eina sérsýningu á árinu, Islenzkir kvenbúningar frá
síðari öldum, sem stóð frá 22. febrúar til 10. marz. Sýningin var