Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 93

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 93
SUMARDAGURlNN FYRSTI 97 Lóan er sá vorfugl, sem skoðanir eru skiptastar um. Ýmist þykir boða gott vor eða hart, ef snemma heyrist í henni. Það virðist ríkj- andi skoðun (9:2) á Miðvesturlandi, eða í Borgarfirði, á Snæfells- nesi og við Breiðafjörð, að uggvænlegt sé og boði vorkulda, ef heið- lóan kemur snemma. En strax og kemur norður í Arnarfjörð, er hún orðin góðs viti og virðist vera það á þeim slóðum að svo miklu leyti sem Vestfirðingar taka mark á farfuglum, en það sýnist í minna lagi. Þegar svo kemur austur í Húnavatnssýslur, er lóan orðin hinn mesti aufúsugestur og er hvarvetna hinn bezti vorboði, þar til kemur suður í Breiðdal. Þar þykir hún aftur orðin heldur lélegur veður- fræðingur, sem láti glepjast til að koma of snemma. Skoðanir eru svo nokkuð skiptar um hana suður og vestur þaðan. Hún er heldur vel séð í Öræfum og Suðursveit, en illa í Vestur-Skaftafellssýslu, svo og í Árnes- og Rangárvallasýslu. Athyglisverðast er, hversu einróma menn fagna komu lóunnar á Norður- og Austurlandi. Að- eins tveir gikkir í Suður-Þingeyjarsýslu segja suma hafa haft ótrú á því, að farfuglar almennt kæmu snemma. Þá bregður því og fyrir, að taka beri fremur mark á því, hvernig lóan hagi sér, eftir að hún er komin; hvort hún sé hnipin og vesaldarleg, þögul eða fjörug og syngi mikið. Allmargir (22) hafa tekið mark á atferli skordýra og orma. Mest hafa menn tekið eftir flugum, einkum fiskiflugu, mykjuflugu og hunangsflugu, og þykja þær næstum hvarvetna heldur öruggur vorboði. Á tveim stöðum, Hróarstungu og Suðursveit, er þess þó getið, að sumum hafi verið illa við, ef fiskiflugur voru snemma á ferli, en úr báðum héröðum er einnig að finna gagnstæða skoðun. Hunangsflugunnar er einungis getið í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og Borgarfirði eystra. Kóngulær og ánamaðkar eru stöku sinnum nefnd í svörum frá norðurhluta landsins, og þykir koma hvors- tveggja fyrir góðu. Rétt aðeins er getið um járnsmið og jötunuxa. Lítið mark virðist tekið á háttum spendýra, nema þá helzt hrossa. Sagt var við ísafjarðardjúp, að hestar veltu af sér vetrinum, ef þeir veltu sér meira að vorlagi en endranær. Þótti það því vita á gott. I Skagafirði þótti það benda til góðs sumars, ef stóðhi’oss gengu snemma úr vindhárum og hryssur fóru snemma í hestalæti. Allnokkuð hafa menn tekið eftir gróðri jarðar, og eru dómar um það mjög á sömu bókina lærðir: skammt varir góugróður; það fölnar í maí, sem grær í apríl o. s. frv. Það þótti semsé ekki góðs viti, ef jörð grænkaði fljótt, t. d. snemma á einmánuði, eða blóm sprungu út fyrir sumarmál. Var þá talið, að fyrsta gróðurnálin 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.