Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 134
138
arbóic fornleifafélagsins
Síðar verður getið ferðar Gísla Gestssonar vestur á ísafjörð og
ferðar þeirra Halldórs J. Jónssonar austur í Hróarstungu.
Þjóðminjavörður fór í ferð um Norðurland í ágúst og september.
Á Akureyri átti hann frekari viðræður við byggðasafnsstjórnina og
settan bæjarstjóra vegna lóðamála Minjasafnsins svo og flutnings
Svalbarðskirkju. Einnig athugaði hann nokkur gömul hús og frið-
lýsta staði í Eyjafirði og grennd, en ferðinni var heitið norður að
Skoruvík á Langanesi, þar sem fundizt hafði lærleggur úr manni
liaustið 1968. Var talið, að þarna væri fornkuml, en er til kom fannst
ekkert nema leggurinn, sem kann að hafa verið sjórekinn.
f ferð þessari kom þjóðminjavörður að Þverá í Laxárdal og lagði
frekar á ráð um viðgerð gamla bæjarins og einnig kom hann að
Reykjahlíð við Mývatn og athugaði gömlu kirkjuna, sem hefur staðið
auð og yfirgefin í nokkur ár, eða síðan hin nýja var vígð.
Gamla kirkjan er sérkennileg og snotur, turnlaus og byggð úr
steinlímdu hraungrýti. Hefur verið talað um að varðveita hana, en
hún reyndist svo illa farin, veggir mjög sprungnir og missignir svo
og þakið ónýtt, að ekki væri hægt að gera við hana nema með geysi-
miklum kostnaði, og hefur því verið ákveðið að kirkjan skuli rifin
eftir að hún hefur verið mæld upp. Ætluðu heimamenn að sjá til,
að mæling yrði framkvæmd.
í heimleiðinni kom þjóðminjavörður að ökrum í Skagafirði og
gerði ráðstafanir til að gera við bæjarhúsin gömlu, sem farin voru
að bila. Einnig kom hann að Hólum og á fleiri staði í Skagafirði,
þar sem safnið á ítök, og einnig skoðaði hann gamla kirkju á Sjáv-
arborg í Skagafirði, sem áhugi er á að færa á heppilegan stað og
gera við. Þetta er örsmá timburkirkja, rúmlega 100 ára, að vísu
allilla farin nú, en hefur verið mjög skemmtileg og er vandalaust
að gera hana upp. Verða möguleikar á því athugaðir á næstu árum.
T ferðinni voru sett friðlýsingarmerki við allmarga staði, og þarf
að halda því áfram á næstu árum og merkja þannig alla friðlýsta
staði á landinu.
Þjóðminjavörður sótti Víkingafund, sem haldinn var í Uppsölum
í Svíþjóð 3. til 13. ágúst. Veitti menntamálaráðuneytið nokkurn styrk
til fararinnar.
Einnig fékk frú Elsa E. Guðjónsson nokkurn styrk frá safninu
til uppihalds vegna athugunar sinnar á textílum í sambandi við ferð
hennar til Dublin.