Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1 Vilchinsbók, sem dr. Jón Þorkelsson hefur ársett 1397 segir svo:
Pieturs kirkia ad Varma a x. c. i Heimalandi oc iiij kyr. veidur
j Wlfarsá a fiordung fra sio oc til Astu stiflu. Krossar ij. allt-
araklædi eitt. biollur ij. kiertastika ein. Sacrarium munnlaug.
alltarisdvkur. paxspialld. portio Ecclæsiæ arliga halfmork. sydan
Kietill Jfarsson atte aukist ij kugilldi.1
Til er skrá ársett 1395, sem segir að Varmá, 30 hundraða jörð, hafi
komið undir Viðeyjarklaustur síðan Páll ábóti (d. 1403) kom til Við-
eyjar.2 Sést þá að Ketill þessi Ivarsson hefur átt kirkjuna fyrir þann
tíma. Ekki eru líkur á því að Varmárkirkja hafi lagzt af í kaþólsku.
En næstu beinu heimildirnar sem greinarhöfundur hefur fundið eru
frá byrjun 17. aldar. í dálítið lúnu handriti með kirknamáldögum í
Skálholtsbiskupsdæmi, skrifuðu af Bjarna nokkrum Marteinssyni
árið 1601, segir svo:
Bænhus
(I Gu)funes þijngum Varma og Lagafell hafe þar verid
(nockur)/ (kirkiu)kugillde þa eru þau nu giord ad leigu-
kugilldum/ . . .3
Þá segir í öðru handriti, sem Oddur biskup Einarsson hefur verið við-
riðinn, frá líkum tíma og hið fyrra:
Bænhús Jarder
A varmá og laga felli I Gufunes þijngum hafa/
adur verid Bænhús: En nú er þar eingin bænhusin /
og kyrkiukúgilldin giord ad leigu kugilldum./4
Kirkjan að Varmá er þannig með vissu niðurlögð í kringum árið
1600. Spurningunni um hvenær það hafi nákvæmlega orðið er erf-
iðara að svara. Ýmislegt er óljóst í smáatriðum þeirra umskipta, sem
verða á stjórn Viðeyjarklausturs eftir að konungur leggur það undir
sig. Heimildirnar eru ekki mjög margar. Þó er ljóst að jarðeignir
klaustursins hafa verið miklar við siðaskipti.5 Meðal þeirra er Varmá.
1 fógetareikningum áranna 1547-1553 er Jóns nokkurs Bárðarsonar
prests alloft getið.0 Hann er að öllum líkindum ráðsmaður í Viðey á
1 Dipl. Isl. IV, bls. 112, líkur máldagi hefur staðið í Hítardalsbók Dipl. Isl. III
bls. 220, og er því sennilegt að kirkjan hafi verið til árið 1367 eða þar um bil,
sjá annars greinargerð dr. Jóns'Þorkelssonar s. s. bls. 214—215.
2 Dipl. Isl. III, bls. 598.
3 Þjóðskjalasafn. Bps. A II, 1. Tilgátur greinarhöfundar eru í svigum.
4 Landsbókasafn. J. Sig. 143. 4to.
B Björn Lárusson (1967), sjá töflu á bls. 67.
0 Fógetareikningarnir eru prentaðir í Dipl. Isl. XII.