Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 77
ENN UM SKILDAHÚFU
81
nefna hana. Má vera, að Jóhönnu hafi orðið annað eftirminnilegra,
enda var skildahúfan, þegar hún sá hana, löngu komin úr tízku, og því
síður verið ungri stúlku áhugaefni.
Þótt Sigurður geti þess ekki, verður að álíta, að búningurinn hafi
verið hátíðabúningur, ef til vill brúðarbúningur Þorbjargar. Tímans
vegnan er þó vafasamt, að hún hafi borið skildahúfu í brúðkaupi sínu
(g. 1745).10 Húfan kann einnig að hafa verið erfðagripur, til dæmis
brúðardjásn Elínar móður hennar (g. 1704) eða jafnvel Arnfríðar
móðurömmu hennar, eiginkonu Þorsteins Þórðarsonar, en hún var
dóttir Eggerts Björnssonar sýslumanns hins ríka á Skarði.11 Er
reyndar alls ekki fráleitt, að kaflinn um klæðnað í brúðkaupssiða-
bókinni fyrrnefndu eigi sér rætur í brúðkaupi Arnfríðar og Þor-
steins, sem haldið var árið 1675.
Eins og fram kemur, notar Sigurður í minnisgrein sinni, auk
skildahúfu, orðmyndina skjaldahúfa, en hún hefur ekki fundizt
í öðrum heimildum. Má raunar vel vera, að um pennaglöp fyrir
skjaldhúfu12 sé að ræða, því að talsvert ber á slíkum villum í vasa-
bókum Sigurðar.
III
Að lokum skal hér rætt lítillega um með hverjum hætti skildahúf-
an í Þjóðminjasafni Islands (1. mynd) kann að hafa komizt í lista-
safn konungs árið 1784. Á stóra skildinum á húfunni framanverðri
eru fjögur krosslaga lauf, hvert um sig með steini, bláum eða
rauðum (2. mynd).13 Lauf af þessari gerð eru ekki til, svo vitað sé,
á öðru varðveittu kvensilfri frá íslandi. Hins vegar eiga þau sér
nákvæma hliðstæðu á rissmynd (3. mynd), sem teiknuð er af ein-
um hinna þriggja listamanna í Islandsleiðangri Sir Josephs Banks
árið 1772.14 Er þetta eina myndin sem fundizt hefur, þar sem þannig
lagað lauf sést. Laufið hefur hangið á miðjum hempuskildi; er á
myndinni tvívegis rissaður upp slíkur skjöldur ásamt hluta af kven-
hempu og skrifað fyrir ofan til skýringar: ,,this Trinket hangs too
the Breastplate.“15 Laufið er á myndinni merkt „Gold“, sem hér
mun merkja gyllt fremur en gull, en steinninn er sagður blár. Á
annarri mynd eftir sama listamann er hempuskjöldur með víravirki,
laufum og steinsettu fangamarki SMD (4. mynd),10 en sams konar
hempuskjöldur er lauslega dreginn upp gegnt skildinum með kross-
myndaða laufinu ofan til á 3. mynd.17
Myndir þessar eru gerðar í Sviðholti, en þar bjó árið 1772 ólafur
Stephensen amtmaður ásamt konu sinni, Sigríði Magnúsdóttur amt-