Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 77

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 77
ENN UM SKILDAHÚFU 81 nefna hana. Má vera, að Jóhönnu hafi orðið annað eftirminnilegra, enda var skildahúfan, þegar hún sá hana, löngu komin úr tízku, og því síður verið ungri stúlku áhugaefni. Þótt Sigurður geti þess ekki, verður að álíta, að búningurinn hafi verið hátíðabúningur, ef til vill brúðarbúningur Þorbjargar. Tímans vegnan er þó vafasamt, að hún hafi borið skildahúfu í brúðkaupi sínu (g. 1745).10 Húfan kann einnig að hafa verið erfðagripur, til dæmis brúðardjásn Elínar móður hennar (g. 1704) eða jafnvel Arnfríðar móðurömmu hennar, eiginkonu Þorsteins Þórðarsonar, en hún var dóttir Eggerts Björnssonar sýslumanns hins ríka á Skarði.11 Er reyndar alls ekki fráleitt, að kaflinn um klæðnað í brúðkaupssiða- bókinni fyrrnefndu eigi sér rætur í brúðkaupi Arnfríðar og Þor- steins, sem haldið var árið 1675. Eins og fram kemur, notar Sigurður í minnisgrein sinni, auk skildahúfu, orðmyndina skjaldahúfa, en hún hefur ekki fundizt í öðrum heimildum. Má raunar vel vera, að um pennaglöp fyrir skjaldhúfu12 sé að ræða, því að talsvert ber á slíkum villum í vasa- bókum Sigurðar. III Að lokum skal hér rætt lítillega um með hverjum hætti skildahúf- an í Þjóðminjasafni Islands (1. mynd) kann að hafa komizt í lista- safn konungs árið 1784. Á stóra skildinum á húfunni framanverðri eru fjögur krosslaga lauf, hvert um sig með steini, bláum eða rauðum (2. mynd).13 Lauf af þessari gerð eru ekki til, svo vitað sé, á öðru varðveittu kvensilfri frá íslandi. Hins vegar eiga þau sér nákvæma hliðstæðu á rissmynd (3. mynd), sem teiknuð er af ein- um hinna þriggja listamanna í Islandsleiðangri Sir Josephs Banks árið 1772.14 Er þetta eina myndin sem fundizt hefur, þar sem þannig lagað lauf sést. Laufið hefur hangið á miðjum hempuskildi; er á myndinni tvívegis rissaður upp slíkur skjöldur ásamt hluta af kven- hempu og skrifað fyrir ofan til skýringar: ,,this Trinket hangs too the Breastplate.“15 Laufið er á myndinni merkt „Gold“, sem hér mun merkja gyllt fremur en gull, en steinninn er sagður blár. Á annarri mynd eftir sama listamann er hempuskjöldur með víravirki, laufum og steinsettu fangamarki SMD (4. mynd),10 en sams konar hempuskjöldur er lauslega dreginn upp gegnt skildinum með kross- myndaða laufinu ofan til á 3. mynd.17 Myndir þessar eru gerðar í Sviðholti, en þar bjó árið 1772 ólafur Stephensen amtmaður ásamt konu sinni, Sigríði Magnúsdóttur amt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.