Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 35
KIRKJA FRÁ SlÐMIÐÖLDUM AÐ VARMÁ
39
mjög morknar, í moldinni og uppi á syllum þeim sem voru á veggja-
undirstöðum. Kunna þær að vera leifar timburgólfs, því að ekki
fannst nein eiginleg gólfskán í tóftinni. Ennfremur var í tóftinni að
finna talsvert af birkiberki, næfrum, sumt af furðu digrum trjám.
Nú má reyna að geta sér til um aðrar innréttingar af ]egu grjóts-
ins í kór tóftarinnar. Ekki er ólíklegt að í kór hafi verið upp-
hækkun og hellur þær sem liggja í um 1,5 metra fjarlægð frá
austurvegg í miðri tóft hafi myndað þrep upp á þessa hugsanlegu
upphækkun. Merkilegur var fundur sands við norður- en einkum
þó suðurvegg tóftarinnar inn í kórnum. Við suðurvegginn var sand-
urinn innan í greinilegri steinhleðslu sem myndaði um hann líkt
og litla þró. Við norðurvegginn varð slíkrar hleðslu ekki vart um
sandinn þar. Þá er hleðslan undir suðurvegg austanverðum öll hin
einkennilegasta. Má hugsa sér stúku eða skáp í vegginn á þessum
stað, verður þetta varla skýrt öðruvísi. Sú skýring nægir þó ekki
sandþrónni en þar sem samanburðarefni íslenzkt um torfkirkjur er
ekki mikið verður ekki frekari tilgátum um þetta atriði hreyft. Innan
í kórnum var örþunnt lag af rauðbleikri ösku en svo þunnt að ekki
var unnt að ná nákvæmri útbreiðslu þess inn í láskurðarteikn-
ingu, þótt það komi hinsvegar fram í lóðskurði.
Þessi kirkja hefur verið gerð úr torfi og grjóti. Að innan hefur
hún sennilega verið þiljuð og með timburgólfi. Á vesturhlið hennar
hefur líkast til verið timburstafn. Gröftur hefur verið að þessari
kirkju. Sést af lóðskurðateikningum að tóft kirkjunnar hefur haft
áhrif á staðsetningu smiðjunnar sem ofan á var. Menn hafa þannig
valið byggingum stað þar sem góðrar undirstöðu var að vænta,
undirstöðu sem næði niður fyrir frost og ekki var hætta á að mis-
sigi. Þannig má búast við að hús hafi fæðzt af húsi í mörgum ís-
lenzkum bæjarhólnum.
2. Ritaöar heimildir um kirkju að Varmá.
Þá skal nú getið ritaðra heimilda um kirkju að Varmá. Þar eru
mikilvægastar máldagabækur biskupa. Fógetareikningar eftir siða-
skipti eru og hinir nákvæmustu, en því miður eru þeir ekki beinar
heimildir um kirkjuna. Ekki er víst að greinarhöfundi hafi tekizt
að koma öllum kurlum til grafar, en freista má þess að draga upp
megindrætti sögu kirkjunnar að Varmá,