Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ó6
Úti vorsins þá er þraut,
þegar spóinn vellir graut
og skulu þau ekki talin hér, enda er andinn hinn sami í þeim öll-
um. Aðeins ein heimild (af 28) mælir gegn þessu, og er hún innst
úr Arnarfirði sunnanverðum. Þar þótti ekki gott að heyra snemma
til velluspóans, en að öðru leyti er ekki minnzt á spóann í svörum
frá Vestfjörðum eða Strandasýslu, nema þá inni í Hrútafirði, og
er það íhugunarefni út af fyrir sig. Hinsvegar glöddust menn á
sama stað, er þeir heyrðu hnegg hrossagauksins, og eru raunar flest-
ir þeirra, sem mark taka á þeim fugli, af sunnanverðum Vestfjarða-
kjálkanum, Suðurfjarðahreppi, Geiradal í Austur-Barðastrandar-
sýslu og Tungusveit í Strandasýslu, svo og af Fljótsdalshéraði og
úr Árnessýslu. Hnegg hrossagauksins boðar að jafnaði gott, nema
hvað sumir tóku mark á því úr hvaða átt fyrst heyrðist til hans
samkvæmt þulunni: I austri auðsgaukur, suðri sælsgaukur, vestri
vesalsgaukur, norðri nágaukur, en af henni eru til ýmis afbrigði.
Einnig hefur verið til sérstök vísa um hrossagaukinn í sérhverri
átt, sem byrjar t. d. svona: Ef í háonrðri hangir hann niður . . . eða
Ef í útsuðri gaukurinn gólar o. s. frv., og einnig þær eru til í breyti-
legum myndum.
Þrösturinn hefur alls staðar það orð á sér, að það boði harðindi,
sé hann nærgöngull við híbýli manna, þegar dregur að vori. Hins-
vegar er máríátlan góður vorboði, þá sjaldan hennar er getið:
Mér er orðið mál á þér
máríátla í varpa.
Þegar getið er um krumma í þessu sambandi, eru þær heimildir
nær einvörðungu af Austurlandi norðanverðu, þ. e. Norður-Múla-
sýslu og Norður-Þingeyjarsýslu. Þar hefur einkum verið að því
gætt, hvar hann yrpi. Gerði hann það í skjóli fyrir norðanátt, mátti
búast við hretum, en byggði hann lireiður á skjóllitlum stöðum eða
mót norðri, var von á góðu vori og sumri. Einnig var talið, að því
nær sem hrafninn hreiðraði sig byggðinni, því harðara vor
væri framundan. Sumir segja, að hrafninn eigi sér 2—3 hreiður-
stæði til skipta. Utan þessa svæðis er lítið minnzt á hrafninn nema
helzt á Vesturlandi norðanverðu, en þó án nokkurra nánari skýringa
á hátterni hans. Undantekningar eru nokkrar heimildir, sem segja,
að æti hrafninn undan sér, vissi það ævinlega á slæmt vor, eins og
nánar verður sagt frá í sambandi við sumarmálahretin og hrafna-
gusuna.