Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 7
TÁ-BAGALL FRÁ ÞINGVÖLL] M
11
brugðið í gegnum hring, yfir og undir sitt á hvað. Þessi lýsing gildir
fyrir alla vangana fjóra, þó að útfærsla sé lítið eitt mismunandi eins
og þegar er sagt. Að lokum er þess að geta, að dýrin eru með hnakka-
topp aftarlega, beint aftur af auga, en fljótt á litið ber ekki mikið
á toppnum vegna þess að hann er notaður til að tengja hnakka dýrs-
ins við falinn. Engu að síður er greinilegt, að þetta haft er hnakka-
toppur, og tilburðir listamannsins til að láta það sjást koma eink-
um skýrt fram öðrum megin á húninum.
3
Verkið á þessum hlut er ekki framúrskarandi gott. Steypingin
er góð og áferð krókanna slétt og falleg. En skrautverkið, að með-
töldum dýrshausunum, er með helzt til sljóum dráttum, svo að svip-
urinn verður dauflegur, en hins vegar er því vel fyrir komið, það
er allt í lífrænu samhengi, hvorki of né van frá því sem með réttu
lagi á að vera. Það er leyfilegt að orða þetta svo, af því að verkið er
allt mjög augljóslega í áður vel þekktum stíl með sínum hefðbundnu
efnisatriðum. Þetta eru Úrnesdýr. Hið stóra, kúpta frammjóa auga,
sem fyllir næstum því allt höfuðið, ber vitni um Úrnesdýr í fullum
blóma, og mætti vitna til fjölmargra verka í Úrnesstíl þessu til stað-
festingar. Trýnið, sem brugðið er í lykkju og liggur síðan niður
yfir neðri skolt og endar í litlum uppundningi undir kverkinni, þetta
er einnig vel þekkt einkenni Úrnesdýra, jafnvel á Úrnesútskurðinum
sjálfum, en bezt til samanburðar við Þingvallahúninn eru ef til
vill dýrin á Ardre-steini III frá Gotlandi (4. mynd). Samsvörunin
er þar mjög mikil, nema hvað á steininum vantar hringinn, sem
skoltunum er brugðið í, þar sem þeir skerast. En einnig það atriði
er vel þekkt í Úrnesstíl, þótt það sé ef til vill enn dæmigerðara
fyrir Hringaríkisstíl, eins og vel sést t. d. á miðjum Vang-steininum
frá Valdres, sem er eitt af helztu minnismerkjum Hringaríkisstíls.
En það er svo augljóst mál, að dýrshausarnir eru Úrnes-hausar, að
naumast tekur því að vitna til fleiri einstakra dæma til samanburð-
ar, heldur skal hér látið nægja að vísa almennt til nýjustu heildar-
sögu víkingaaldarlistar, Viking Art eftir David M. Wilson og' Ole
Klindt-Jensen (London 1966, einnig til í danskri útgáfu) og þeirra
mörgu og góðu mynda, sem þar eru.5
En þótt sýnt sé, að dýrin eru Úrnesdýr, eru þó á húninum atriði,
sem benda aftur til Hringaríkisstíls. Nefndur var hringurinn þar